Loftslagsjól – 50 gjafahugmyndir

Það er eitthvað notalegt við vel skreytta jólapakka sem bíða undir jólatrénu og innihaldið getur vel verið gott fyrir loftslagið.
Síðustu ár hefur mér tekist að einfalda og minnka gjafainnkaupin og um leið fjölga samverustundum. Hér eru 50 frábærar hugmyndir að jólagjöfum sem eru loftslagsvænar.

Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir sérfræðingur hjá Landvernd skrifar

Ég tel mér trú um að ég sé ekki sú eina sem á eftir að redda jólagjöfunum. Síðustu ár hefur mér tekist að einfalda og minnka gjafa innkaupin og um leið fjölga samverustundum. Svo skemmtilega vill til að samverustundir eru jólagjöf ársins, samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar. Það er sannarlega þróun í rétta átt, því ef við lítum til baka; eru það ekki akkúrat samverustundirnar sem skapa þessar ljúfu æskuminningar um jólin?

Það er þó eitthvað nostalgískt og notalegt við vel skreytta jólapakka sem bíða eftir manni undir trénu. Ég gæti ekki hugsað mér að sleppa alveg takinu af þeim og hugsa að fleiri séu á sama stað. 

Mig langar því að deila með ykkur 50 hugmyndum að loftslagsvænum jólagjöfum sem koma beint frá sjálfboðaliðum Landverndar. Flestar gjafahugmyndirnar bíta ekki í veskið og krefjast þess ekki endilega að leitað sé langt út fyrir heimilið. 

50 hugmyndir að loftslagsvænum jólagjöfum

Þú getur gefið:

Mat

 • uppskrift og allt sem þarf í hana

 • heimagert konfekt

 • heimagerðar smákökur eða múslí

 • krydd, kaffi eða sérbúna matarkörfu

 • gjafakort í Nándina matarbúð

Samveru

 • óvissuferð

 • matarboð

 • göngutúr saman með nesti

 • gjafakort út að borða saman

 • dekurferð í náttúruna, með teppi og kakó

 • hugleiðslustund með þér í Lótushúsinu

Til mannúðarmála eða umhverfismála

Handverk og listir

 • eitthvað prjónað

 • ljóð eða lag

 • teikningu eða málverk

 • skúlptúr

 • leikþátt eða uppistand

 • rafrænt námskeið

 • fallegt kort með hlýjum orðum til viðkomandi

Upplifun

Skref í átt að sjálfbærni

Áskrift

Þjónustu

 • barnapössun

 • nudd

 • fjallaleiðsögn

 • skutl

 • aðstoð á heimilinu (t.d. við þrif eða flutninga)

Heimagerða snyrtivöru eða uppskrift að:

Greinin birtist fyrst á heimildin.is 11. desember 2023

Goðafoss í Skjálfandafljóti.

Orkuskiptahermir

Skoðaðu orkuskiptahermi Landverndar. Orkuskiptin geta farið fram án þess að eyðileggja einstaka íslenska náttúru.
Opna...

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd