Vistkerfi eru mikilvæg öllu lífi á Jörðinni. Náttúrukortið á landvernd.is
Verndun náttúrunnar er öryggismál. Vernd land- land og hafsvæða dregur úr losun og er sú leið sem fara þarf til að tryggja lífsskilyrði okkar á Jörðu.

Mannkynið byggir afkomu sína á auðlindum Jarðar. Nátturan er undirstaða heilbrigðra samfélaga. Við byggjum alla okkar tilveru á henni.  Hningnun hennar þýðir hnignun okkar.

Náttúran er undirstaða afkomu manna

Þegar kerfi Jarðar eru í jafnvægi eru meiri líkur á að mannkynið hafi það sem það þarf til að lifa.
Við þurfum mat, vatn og skjól til að lifa. Einnig þurfa samfélög fólks að búa við nægjanlegt hreinlæti, menntun og heilbrigðisþjónustu.

Heilbrigð vistkerfi eru þjóðaröryggismál

Öll matvælaframleiðsla í heiminum er háð heilbrigðum vistkerfum og þeirri þjónustu sem þau veita. Vistkerfi sjá til dæmi til þess að binda kolefni og brjóta niður úrgang og koma þeim aftur út í hringrásir sem eru mikilvægar öllu lífi á Jörðinni.

 

Með því að koma í veg fyrir röskun á vistkerfum og með endurheimt spilltra vistkerfa má tryggja lífsskilyrði okkar manna á Jörðinni. 

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is