IMG_3863

Náttúruverndarfólk til fundar við forsætisráðherra

Landvernd mun í dag afhenda forsætisráðherra og umhverfisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem almenningur, stofnanir, sveitarfélög, samtök og félög hafa sent Alþingi og ráðuneytum.

Landvernd mun í dag afhenda forsætisráðherra og umhverfisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem almenningur, stofnanir, sveitarfélög, samtök og félög hafa sent Alþingi og ráðuneytum. Einnig verður þeim afhent áskorun um að draga til baka yfirlýsingar um að fleiri svæði verði færð í virkjanaflokk rammaáætlunar, þar á meðal svæði á hálendinu.

Afhendingin fer fram við Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg þriðjudaginn 28. maí kl. 17:15.

Forsætisráðherra sagði nýverið í viðtali að fjöldi umsagna um rammaáætlun væri afleiðing af þróun upplýsingatækninnar og að megnið af athugasemdunum hafi verið ein og sama athugasemdin. Til að leiðrétta þennan misskilning mun Landvernd afhenda forsætisráðherra fjölda ólíkra umsagna þar sem aukinnar verndar var krafist, m.a. frá þrettán umhverfisverndarsamtökum, Hveragerðisbæ, Samtökum ferðaþjónustunnar, Verndarsjóði villtra laxastofna og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Landvernd hvetur áhugasama til að mæta og sýna þannig stuðning við kröfu náttúruverndarfólks um að náttúru Íslands verði hlíft.

Uppbygging og umgjörð lagareldis

Stjórn Landverndar fagnar því að í fyrsta sinn komi fram stefna um lagareldi, til að tryggja umhverfi, vistkerfi og náttúru og stuðla að sjálfbærri nýtingu. ...
Lesa meira

Samgönguáætlun

Landvernd styður bættar almenningssamgöngur og fjölbreyttan ferðamáta, sem fjallað er um í nýrri samgönguáætlun fyrir árin 2024 – 2040. Bent er á að byggja þarf ...
Lesa meira

Hvalveiðar

Landvernd sendi atvinnuveganefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga sem fjallar um bann við hvalveiðum.
Lesa meira

Uppbygging og umgjörð lagareldis

Stjórn Landverndar fagnar því að í fyrsta sinn komi fram stefna um lagareldi, til að tryggja umhverfi, vistkerfi og náttúru og stuðla að sjálfbærri nýtingu. ...
Lesa meira

Samgönguáætlun

Landvernd styður bættar almenningssamgöngur og fjölbreyttan ferðamáta, sem fjallað er um í nýrri samgönguáætlun fyrir árin 2024 – 2040. Bent er á að byggja þarf ...
Lesa meira

Hvalveiðar

Landvernd sendi atvinnuveganefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga sem fjallar um bann við hvalveiðum.
Lesa meira

Aðalskipulag Borgarbyggðar – skipulag og matslýsing

Borgarbyggð hvött til að virða sérstöðu, umhverfi og náttúru sveitarfélagsins   Mikið er lagt upp úr því að vinna með sérstöðu Borgarbyggðar – æskilegt væri ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.