Fjöll og fjölskrúðug hverasvæði Kerlingarfjalla eru einstök á heimsmælikvarða, landvernd.is

Nauðsynlegt að stytta umsagnartíma friðlýsinga

Landvernd styður fyrirhugaðar breytingar á náttúruverndarlögum eins og stytting umsagnartíma og útvíkkað bann við urðun úrgangs.

Landvernd styður fyrirhugaðar breytingar á náttúruverndarlögum eins og stytting umsagnartíma og útvíkkað bann við urðun úrgangs.

Umsögn Landverndar um áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 60/2013, um náttúruvernd (málsmeðferð o.fl.), mál nr. 139/2020

Stjórn Landverndar hefur kynnt sér ofangreind áform og styður heilshugar þær breytingar sem fyrirhugað er að gera. 

Málsmeðferð friðlýsinga

Frestir til umsagna vegna friðlýsingar eru allt of langir eins og er og úr takti við aðra umsagnarfresti.  Sem dæmi má nefna að frestur til að skila umsögnum um frummatsskýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum er 6 vikur en þar er oft um að ræða gríðarlega umfangsmiklar framkvæmdir sem hafa mjög mikil og óafturkræf áhrif á náttúru og samfélag. Skýrslurnar eru yfirleitt yfir 100 bls. og fjalla um flókin og fjölbreytt álitamál. Áhrif friðlýsinga eru hins vegar „afturkræf“ og mikilvæg til langs tíma, umfjallanir um þær mun styttri og einfaldari og því er ekki tilefni til svo langs umsagnafrests.

Kerlingarfjöll eru friðlýst fjallaröð á miðhálendi Íslands, landvernd.is

Frestir til umsagna allt of langir

Stjórn Landverndar veltir fyrir sér í þessu sambandi hvort ekki sé rétt að setja tímamörk á hversu langan tíma fagstofnanir geta gefið sér til þess að fjalla um friðlýsingar.  Nú hefur Umhverfisstofnun verið með C- hluta náttúruminnjaskrár, tillögur Náttúrufræðistofnunar Íslands um náttúruminjar sem setja ætti á framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár, í 28 mánuði, eða vel rúmlega tvö ár.  Umhverfisstofnun er skylt að skila tillögunum til Umhverfisráðherra sem leggur þær fyrir Alþingi til samþykktar.  Þannig verður til framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár um svæði, vistgerðir og tegundir (B-hluti) sem friðlýsa á næstu 5 árin.  Á svo löngum tíma, 28 mánuðum, geta forsendur fyrir því að setja svæði á náttúruminjaskrá breyst.  Alvarlegast er þegar svæði sem hefðu hlotið skráningu og þá vernd sem því fylgir eru eyðilögð frekar.  Stjórn Landverndar leggur því til að innifalið í áformuðum breytingum á náttúruverndarlögum verið að setja tímamörk á það hversu lengi Umhverfisstofnun hefur til þess að leggja tillögur Náttúrufræðistofnunar um svæði á náttúruminjaskrá fyrir ráðherra.

Undanþágur frá friðlýsingarskilmálum

Með því að færa heimild til að veita undanþágur frá friðlýsingarskilmálum frá ráðherra til Umhverfisstofnunar er verið að koma henni til fagstofnunnar sem er best til þess fallin að taka ákvörðun um undanþágur.  Fram kemur í áformunum að umsagnar Náttúrufræðistofnunar og náttúruverndarnefnda verði áfram aflað og telur Landvernd það vera nauðsynlegt.  Skýra verður í lögum undir hvaða kringumstæðum Umhverfisstofnun er heimilt að veita undanþágur.  Í 41. gr. náttúruverndarlaga (60/2013) eru skilyrði sem undanþágan þarf að uppfylla og Landvernd leggur til að þau skilyrði verði hert þannig að b. liður 1. mgr. 41. gr laga 60/2013 hefjist á orðunum „mjög áríðandi öryggissjónarmið…“.  Þá verði skýrt nánar hvað „mjög brýnir almannahagsmunir“ þýðir en dæmi eru um það undanfarin ár að íslensk náttúra hefur verið eyðilögð undir yfirskyni brýnna almannahagsmuna sem byggðir eru á mati framkvæmdaraðila eða annara hagsmunaaðila eins og sveitarfélaga[1]

Kortlanging víðerna

Landvernd og önnur umhverfisverndarsamtök hafa lengi þrýst á um að víðerni landsins verði kortlögð enda hamlar skortur á viðurkenndu víðernakorti náttúruverndarbaráttu. Stjórn Landverndar styður að skerpt verði á því í lögum að víðernin skuli kortlögð en leggur áherslu á að verkið komist til framkvæmda.  Þar getur ráðuneytið þrýst á undirstofnanir sínar sem koma að málinu. 

Kortleggja þarf víðerni Íslands

Árnar Hvalá og Rjúkandi mætast á ármótum. Þar er fyrirhugað að að moka upp mörg þúsund tonnum af efni við Hvalárósa, slétta plan fyrir vinnubúðir, verndum víðernin, landvernd.is

Losun úrgangs

Bann við losun úrgangs í náttúru Íslands er mjög þarft og Landvernd styður áform um að bannið verði víðtækara.

Lokaorð

Landvernd fagnar mjög fyrirhuguðum breytingum á náttúruverndarlögum og telur áform þessi vera til mikilla bóta. 

Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar Landverndar
Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri


[1] Sjá til dæmis úrskurð ÚUA vegna Brúarvirkjunar, mál 52/2019

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.