Ölfusá rennur í gegnum Selfoss
Ölfusá

Ölfusá myndast við Grímsnes þar sem Sogið og Hvítá mætast og er hún vatnsmesta á landsins. Samkvæmt framkvæmdaraðila, Selfossveitum, yrði vatni Ölfusár veitt með stíflu og tengt við brúarmannvirki við Efri-Laugardælaeyju þaðan sem það yrði leitt um göng eða skurð til virkjunar á vesturbakka árinnar, með útfalli til farvegs Ölfusár neðan við Selfossbyggð. Uppsett afl virkjunar er 35 MW. Talið er að þessi virkjun myndi hafa umtalsverð áhrif á umhverfið, þá sérstaklega á fisk og annað vatnalíf, bæði á vatnasvæði Ölfusár og Hvítar. Hætta er á því að bæði búsvæði og göngur fiska raskist, einkum laxfiska. Á vatnasvæðinu er einn af stærri laxastofnum landsins.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is