Örn Guðnason er fjármálafulltrúi og sér um bókhald og félagaskrá Landverndar
Örn er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1992. Hann er einnig með próf í grafískri hönnun frá MHÍ 1985 og framhaldsnám frá EPIAR í Nice í Frakklandi 1986.
Örn starfaði sem ritstjóri Dagskrárinnar á Suðurlandi 2013-2019. Þar áður var hann framkvæmdastjóri Umf. Selfoss eða frá 2006 til 2013.
Örn hefur starfað mikið innan ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar. Hann átti m.a. sæti í stjórn UMFÍ í tíu ár, sex ár sem ritari og fjögur ár sem varaformaður. Hann hefur einnig setið í stjórn Héraðssambandsins Skarphéðins og Íslenskrar getspár.