Fjara við Reynisfjall, séð frá Vík í Mýrdal. landvernd.is

Óþörf vegagerð – jarðgöng í gegnum Reynisfjall.

Færsla hringvegarins og jarðgöng gegnum Reynisfjall raska svæðum á náttúruminjaskrá og svæðum sem njóta verndar náttúruverndarlaga.

Athugasemdir stjórnar við drög að matsáætlun- FÆRSLA HRINGVEGAR(1-B2_B4)Í MÝRDAL send Vegagerðinni 25. janúar 2021.

Vegagerðin áformar að færa Hringveg(1-b2_b4)um Mýrdal(Mynd 2.1). Í stað þess að vegurinn liggi um Gatnabrún og í gegnum þéttbýlið í Vík er stefnt að því að færa veginn þannig að hann liggi um Dyrhólahverfið suður fyrir Geitafjall, meðfram Dyrhólaós um Reynishverfi og í gegnum Reynisfjall í jarðgöngum sunnarlega í fjallinu. Vegurinn myndi svo liggja sunnan við þéttbýlið í Vík og tengjast núverandi vegi austan við byggðina. Landvernd hefur haft aðkomu að umræðu um þessa framkvæmd um langt ára bil þ.m.t. við gerð Aðalskipulags Mýrdals 2009-2025, núgildandi 2012-2028 og við endurskoðun tímabil fyrir 2019-2031 og fundið ýmsa vankanta á framlögðum hugmyndum. Samtökin telja að mikil náttúrverðmæti séu í húfi sem varða alla landsmenn og munu því áfram beita sér í málinu til verndar íslenskrar náttúru.

Valkostir

Í matsáætlun (sjá kafla 6) er einnig greint frá valkosti, lagfæringu á núverandi vegi. Samkvæmt þingsályktunartillögu um vegaáætlun kostar allt að 15x meira að fara þá leið sem Vegagerðin leggur til en að lagfæra núverandi veg yfir Gatnabrún.

Þessa lýsingu er að finna í skýrslu Vegagerðarinnar um Hringveg um Mýrdal frá 2008 (og er full ástæða til að endurnýta hana í inngangorðum að matsáætlun):

„Í Mýrdalshreppi er gróðursæld, frjósemi og fjölbreytni í gróður-og fuglalífi mikil. Veðurfar er einstaklega milt, jafnt á sumri sem að vetri. Í Reynisfjalli og Dyrhóley eru þekkt kennileiti og búsvæði fjölda fuglategunda. Austan undir Reynisfjalli dafna ótal mörg afbrigði blóma-og grastegunda en hvergi annars staðar á landinu vaxa jafn margar tegundir á einum stað. Ströndin í Vík og Reynisfjara eru taldar meðal fegurstu stranda Evrópu með Reynisdröngum í austri og Dyrhólaey í vestri og eru því vinsæll staður kvikmynda-og auglýsingagerðarmanna, bæði innlendra og erlendra. Hafnleysa er í öllum Mýrdalnum og því sjósókn æði torsótt.“

Á Náttúruminjaskrá eru minjar sem ástæða þykir til að friðlýsa samkvæmt náttúruverndaráætlun eða landsvæði, náttúrumyndanir og lífverur, búsvæði þeirra, vistgerðir og vistkerfi sem rétt þykir að vernda.

Dyrhólaey er friðland og fjögur svæði í Mýrdalshreppi eru á náttúruminjaskrá, eins og tilgreint er á bls. 26. og 27 í skipulagslýsingunni eru það Dyrhólaós, Loftsalahellir, Reynisdrangar og Reynisfjall.

  • Dyrhólaós og grunnsævi vegna sjávarleira, þær einu á Suðurlandi, með sérstæðum lífsskilyrðum.
  • Loftsalahellir vegna sögustaðar og sérstæðrar hellamyndunar í móbergshamri syðst í Geitafjalli.
  • Reynisdrangar og syðsti endi Reynisfjalls vegna fjölbreyttra stuðlabergsmyndana og hellisskúta.
  • Reynisfjall vegna gróskumikilla hlíða suðaustanvert í fjallinu.

Samkvæmt 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd njóta sjávarfitjar og leirur verndar.

Þessum náttúruverðmætum má ekki spilla nema að mjög brýn nauðsyn kalli. Ekkert slíkt er fyrir hendi í þessu máli. Það kemur fram í matsáætlun að það væri raunverulegur og góður valkostur að lagfæra núverandi þjóðveg.

Stjórn Landvernd leggur því til að jarðgagnaleiðin verði ekki aðal valkostur í þessu matsferli. Aðal matskostur verði lagfæring á núverandi vegi þannig að hann þjóni hlutverki sínu sem örugg samgönguleið um Suðurland af sömu gæðum og gengur og gerist almennt á hringveginum. Enda leggst leiðin um Mýrdal og Gatnabrún ekki af við lagningu svokallaðs láglendisvegar, sú leið verður áfram í notkun. Tvöfalt vegakerfi þýðir að bæði að vetrarþjónusta og viðhald yrði dýrari, áðurnefnd núverandi leið myndi færast úr þjónustu Vegagerðarinnar til Mýrdalshrepps. Einnig færi meira ræktarland yrði tekið til vegagerðar, en matvælaframleiðsla er mikilvæg atvinnugrein í Mýrdal.

Erfiður farartálmi?

Á bls. 2 er núverandi hringvegi um Mýrdal lýst sem erfiðum farartálma á leiðinni frá Hellisheiði til Reyðafjarðar. Ekki eru lagðar fram upplýsingar sem staðfesta þessa fullyrðingu. Lýst er eftir samanburði á lokunartíma þessa hluta þjóðvegarins við eftirfarandi staði: undir Ingólfsfjalli, undir Eyjarfjöllum, yfir Mýrdalssand, undir Vatnajökli og lokanir almennt vegna veðurs. Verði þessi fullyrðing ekki rökstudd með samanburðartölum er eðlilegt að fjarlæga hana.

Slysatíðni við Gatnabrún og gatnamót að Reynishverfi

Fram kemur að Gatnabrún er skilgreindur sem hættulegur kafli á hringveginum vegna slysatíðni. Svo virðist sem því valdi í flestum tilfellum útafakstur. Það væri gagnlegt að fá nánari lýsingu á því hvað mætti gera til umbóta á veginum sérstaklega þar til að draga úr útafakstri/slysatíðni þannig að leiðin verði í takti við aðra kafla á þjóðveginum. Einnig væri gagnlegt að fá samanburð við aðra áþekka vegakafla á þjóðvegi 1. Þá þyrfti að greina hvort hringtorg við gatnamótin niður í Reynishverfi geti dregið úr óhappatíðni.

Slysatíðni í þéttbýlinu í Vík

Óhappatíðni á þjóðveginum í þéttbýlinu í Vík er óeðlilega há. Fróðlegt væri að vita hvort á þessum kafla væri sérstaklega erfitt að fá ökumenn til að halda sig við löglegan ökuhraða. Ef ekki liggja fyrir upplýsingar um það, að gera nauðsynlegar mælingar til að varpa ljósi á málið og greina mögulegar lausnir. Göng um Reynisfjall eru í öllu falli ekki forsenda fyrir því að draga úr slysatíðni í þéttbýlinu. Aðrar lausnir til þess að fara framhjá þéttbýlinu eru einnig mögulegar.

Lýsing á staðháttum

Á bls. 8 þarf að bæta lýsingu á staðháttum með eftirfarandi texta sem Veggerðin tók saman á árinu 2008:

„Í Mýrdalshreppi gróðursæld, frjósemi og fjölbreytni í gróður-og fuglalífi mikil. Veðurfar er einstaklega milt, jafnt á sumri sem að vetri. Í Reynisfjalli og Dyrhóley eru þekkt kennileiti og búsvæði fjölda fuglategunda. Austan undir Reynisfjalli dafna ótal mörg afbrigði blóma-og grastegunda en hvergi annars staðar á landinu vaxa jafn margar tegundir á einum stað. Ströndin í Vík og Reynisfjara eru taldar meðal fegurstu stranda Evrópu með Reynisdröngum í austri og Dyrhólaey í vestri og eru því vinsæll staður kvikmynda-og auglýsingagerðarmanna, bæði innlendra og erlendra. Hafnleysa er í öllum Mýrdalnum og því sjósókn æði torsótt.“ (Endurtekning, sjá einnig að framan)

Einnig er mikilvægt að benda á að fyrirhugaðri veglínu er ætlað að liggja yfir bújarðir og ræktunarlönd í Dyrhólahverfi og í Reynishverfi, það er ekki æskileg þróun að rýra ræktunarlönd sem nýtt eru til matvælaframleiðslu.

Þá þarf að greina frá því að Dyrhólaós, leirur og votlendið þar fyrir norðan, eru mikilvægur hluti af vistkerfinu. Mikilvæg búsvæði fugla eru á og við Dyrhólaós og umhverfi hans með leirum, votlendi og lækjum. Þessi hluti svæðisins er í dag utan marka friðlýsingar. Á Ósnum dvelja gæsir í fjaðrafelli. Um fartímann á haustin safnast á ósinn gæsir og álftir sem taka sig upp við fyrstu dagsbirtu og hefja flugið suður á bóginn, sem er tilkomumikil sjón.1

Verndarsvæði

Í kafla um verndarsvæði þarf að greina frá því að megin reglan við framkvæmdir er að ekki megi hrófla við verndarsvæðum og stöðum á náttúruminjaskrá. Það má aðeins gera ef brýnir hagsmunir eru í húfi. Á Náttúruminjaskrá eru minjar sem ástæða þykir til að friðlýsa samkvæmt náttúruverndaráætlun eða landsvæði, náttúrumyndanir og lífverur, búsvæði þeirra, vistgerðir og vistkerfi sem rétt þykir að vernda. Samkvæmt 37. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd njóta sjávarfitjar og leirur verndar.

Náttúruvá

Í kaflanum um náttúruvá er mikilvægt að tilgreina væntanlega hækkun sjávarstöðu vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Vindstrengir eru algengir við Reynifjall er það náttúruvá, líkt og þekkt er með vindstrengi við þjóðveginn undir Eyjafjöllum og Ingólfsfjalli. Þetta á einnig víðar við núverandi þjóðveg. Þekkt er að snjóflóð hafa fallið úr vesturhlíðum Reynisfjalls m.a. þar sem fyrirhugaður gangnamunni er staðsettur. Allt þetta hefur áhrif á stærð og umfang mannvirkja.

Mat á umhverfisþáttum – Sjónræn áhrif

Í matsáætlun kemur fram að fyrstu athuganir bendi til þess að lágmarkshæð vegar þurfi að vera í um 5,7 m.y.s., varnargarður austan við fyrri sandfangarann (við Víkurá) þurfi að vera í um 7,5m.y.s. sem yrði kostnaðarsamt því grjótnám er rýrt í Mýrdal. Þetta yrðu því mikil mannvirki og munu hafa mikil áhrif á upplifun og útivist á svæðinu, og þar með líklega ferðaþjónustu. Ferðaþjónusta er mikilvægast atvinnugreinin á svæðinu. Útbúa þarf þrívíddarlíkan sem sýni áhrif mannvirkja á helstu viðkomustaði ferðamanna og gisti staði þeirra. Í framhaldi að meta áhrifin með rannsókn á viðhorfum ferðaþjónustuaðila og gesti á svæðinu. Þessum þætti þarf einnig að bæta við matsspurningar á bls. 23. Auk þess þarf að gera grein fyrir því hvernig efnisnámi verður háttað og umhverfisáhrif þess metin.

Gamla Víkurþorpið hefur sögulegt gildi sem nýlega var samþykkt af menntamálaráðherra sem Verndarsvæði í byggð. Lýsa þarf því vel hvernig nýr þjóðvegur hefur áhrif á verndargildi þorpsins og lífsgæði þeirra sem þar búa vegna hljóðmengunar, aðgangi að fjöru og útsýni. Mikilvægt er að svara því við hönnun þessarar framkvæmdar hvort þörf sé fyrir hljóðvistarmanir og hvernig aðgangur íbúa og gesta verði að ströndinni. Hvernig breytist útsýni frá gamla þorpinu til sjávar, mun það kúra undir/bakvið hljóðvistarmanir/veggi. Sama gildir einnig um byggðina upp á bökkunum þar fyrir ofan. Þessum þáttum þarf einnig að bæta við matsspurningar á bls. 23.

Í kafla um fuglalíf og annað lífríki á bls. 24, er ekki vísað í skýrsluna Fuglalíf við Dyrhólaós í Mýrdal, Jóhann Óli Hilmarsson, apríl 2013. Þetta er mjög gagnleg heimild sem lýsir rannsókn sem mætti styrkja og bæta í matsferlinu.

Bætur fyrir raskað votlendi

Greina þarf frá því hvernig ákvæði í umhverfisstefnu Vegagerðarinnar um að bæta raskað votlendi við vegagerð með gerð annars votlendis verður uppfyllt. Hvað með þörf fyrir gríðarlega grjótgarða við gerð láglendisvegar á bökkum Dyrhólaóss og meðfram strandlengju við Vík, þar sem grjóttök eru erfið í Mýrdal??

Að lokum má vísa í ábendingar Landverndar þegar gildandi aðalskipulag var til umfjöllunar.

Virðingarfyllst,

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar

  1. Sjá nánari lýsingu í skýrslunni Fuglalíf við Dyrhólaós í Mýrdal, Jóhann Óli Hilmarsson, apríl 2013

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.