Sandfell í Biskupstungum er lághitasvæði, staðsett norðan við Geysi sem er friðlýstur sem náttúruvætti.
Virkjunarhugmyndir
Þar er áformuð jarðvarmavirkjun en virkjunarhugmyndin fellur í biðflokk. Ef reist yrði virkjun á svæðinu myndi það hafa áhrif á náttúrufar og víðerni norðan Geysis og að auki hefði virkjun áhrif á upplifun ferðafólks á svæði sem er heimsfrægt fyrir náttúrufegurð.