Fyrirlestur Sigrúnar Helgadóttur fjallar um sjálfbærni almennt, sem og sjálfbærnihefti nýju námskrárinnar en Sigrún er einmitt höfundur þess. Hún byrjar með myndræna kynningu sem fjallar almennt um menntun til sjálfbærni. Í kjölfarið tekur hún fyrir hugtakið sjálfbærni, fer í sögulega samantekt á þróun þess og hvað stendur í vegi fyrir því að sjálfbærni nái fram að ganga í heiminum í dag. Þá fjallar hún um sjálfbærniheftið sjálft og bendir á hvernig sjálfbærni nær yfir alla grunnþætti nýju námskrárinnar og að hún sé mikilvæg til að ná fram þáttum eins og jafnrétti, lýðræði og mannréttindum, heilbrigði og velferð.
Sigrún Helgadóttir er brautryðjandi menntun til sjálfbærni á Íslandi en hún var verkefnisstjóri Skóla á grænni grein þegar verkefnið var fyrst innleitt á Íslandi og starfaði við Grænfánaverkefnis Landverndar, frá árinu 2000 til 2008.
Erindið var flutt á ráðstefnu Skóla á grænni grein, Byggjum á grænum grunni sem haldin var í Hörpu þann 11. október 2013. Skólar á grænni grein (Eco-schools) er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla. Verkefnið er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education. Landvernd hefur umsjón með verkefninu á Íslandi.