Nánari skilgreiningu á hugtakinu sjálfbærni skortir í grænbók um sjálfbært Ísland.

Grænbók um sjálfbært Ísland

Nánari skilgreiningu og djúpan skilning á orðinu sjálfbærni skortir í grænbók um sjálfbært Ísland.

Forsætisráðuneytið hefur birt drög að grænbók um sjálfbært Ísland, fyrsta skrefið í mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun. 

Landvernd þakkar þennan mikilvæga áfanga og sendi inn athugasemdir og ábendingar varðandi grænbókina. 

Í grænbókinni er orðið sjálfbært notað á margvíslegan og mismunandi hátt án þess að ljóst sé hvaða merking býr að baki hverju sinni. Dæmi um óljósa framsetningu á orðinu og hugtakinu sjálfbærni eru m.a.: sjálfbær nálgun, sjálfbær hagþróun, efnahagsleg sjálfbærni landsins, sjálfbær rekstur hins opinbera, sjálfbærni ríkisfjármála, sjálfbær fjármögnun, sjálfbær innkaup ríkissjóðs, sjálfbær þekkingariðnaður, umhverfislega sjálfbærar samgöngur, sjálfbær innviðauppbygging og sjálfbær kvikmyndagerð. Ekki er ljóst hvaða skilgreining býr að baki þessum hugtökum.

Er hér t.d. alltaf horft til allrar þriggja stoða sjálfbærrar þróunar eða er orðið einfaldlega misnotað í þeirri meiningu að eitthvað á að bera sig sjálft? Slík frjálsleg notkun á þessu flókna og mikilvæga hugtaki sem sjálfbærni er gerir það að verkum að orðið glatar merkingu sinni og verður „tómt“.

Þar sem grænbókin á að hafa leiðandi áhrif á sjálfbæra þróun á Íslandi skiptir mjög miklu máli að orðanotkun sé skýr og rétt og ekki beitt í þeim tilgangi að stimpla eitthvað sem sjálfbært án viðmiða og reglna.

Röng notkun hugtaksins sjálfbærni stuðlar ekki að því að farið verði í nauðsynlegar aðgerðir í átt að sjálfbærri þróun.

Skattlagning orkuvinnslu

Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur starfshópur að tillögum um skattlagningu orkuvinnslu. Í hópnum situr þó enginn sem hefur þekkingu á eða ber skylda til að gæta náttúru Íslands. Þar situr heldur enginn fulltrúi sem er sérfræðingur í umhverfismálum. Landvernd leggur til við ráðuneytið að bæta úr þessu og skipa í hópinn aðila með greinargóða þekkingu á umhverfismálum.

Lesa meira

Að flytja fjöll úr landi – mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn

Fyrirhugað er að reisa mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn í tengslum við umfangsmikla námavinnslu á Suðurlandi og af hafsbotni.

Lesa meira

Landvarsla styður við náttúruvernd

Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn

Lesa meira

Skattlagning orkuvinnslu

Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur starfshópur að tillögum um skattlagningu orkuvinnslu. Í hópnum situr þó enginn sem hefur þekkingu á eða ber skylda til að gæta náttúru Íslands. Þar situr heldur enginn fulltrúi sem er sérfræðingur í umhverfismálum. Landvernd leggur til við ráðuneytið að bæta úr þessu og skipa í hópinn aðila með greinargóða þekkingu á umhverfismálum.

Lesa meira

Að flytja fjöll úr landi – mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn

Fyrirhugað er að reisa mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn í tengslum við umfangsmikla námavinnslu á Suðurlandi og af hafsbotni.

Lesa meira

Landvarsla styður við náttúruvernd

Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn

Lesa meira

Stuðlagil – náttúruperlur og vindorkuver fara ekki saman

Risa vindorkuver í nágrenni Stuðlagils myndi tróna yfir svæðinu og aðkomu að því.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top