Nánari skilgreiningu á hugtakinu sjálfbærni skortir í grænbók um sjálfbært Ísland.

Grænbók um sjálfbært Ísland

Nánari skilgreiningu og djúpan skilning á orðinu sjálfbærni skortir í grænbók um sjálfbært Ísland.

Forsætisráðuneytið hefur birt drög að grænbók um sjálfbært Ísland, fyrsta skrefið í mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun. 

Landvernd þakkar þennan mikilvæga áfanga og sendi inn athugasemdir og ábendingar varðandi grænbókina. 

Í grænbókinni er orðið sjálfbært notað á margvíslegan og mismunandi hátt án þess að ljóst sé hvaða merking býr að baki hverju sinni. Dæmi um óljósa framsetningu á orðinu og hugtakinu sjálfbærni eru m.a.: sjálfbær nálgun, sjálfbær hagþróun, efnahagsleg sjálfbærni landsins, sjálfbær rekstur hins opinbera, sjálfbærni ríkisfjármála, sjálfbær fjármögnun, sjálfbær innkaup ríkissjóðs, sjálfbær þekkingariðnaður, umhverfislega sjálfbærar samgöngur, sjálfbær innviðauppbygging og sjálfbær kvikmyndagerð. Ekki er ljóst hvaða skilgreining býr að baki þessum hugtökum.

Er hér t.d. alltaf horft til allrar þriggja stoða sjálfbærrar þróunar eða er orðið einfaldlega misnotað í þeirri meiningu að eitthvað á að bera sig sjálft? Slík frjálsleg notkun á þessu flókna og mikilvæga hugtaki sem sjálfbærni er gerir það að verkum að orðið glatar merkingu sinni og verður „tómt“.

Þar sem grænbókin á að hafa leiðandi áhrif á sjálfbæra þróun á Íslandi skiptir mjög miklu máli að orðanotkun sé skýr og rétt og ekki beitt í þeim tilgangi að stimpla eitthvað sem sjálfbært án viðmiða og reglna.

Röng notkun hugtaksins sjálfbærni stuðlar ekki að því að farið verði í nauðsynlegar aðgerðir í átt að sjálfbærri þróun.

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.