Sá borgi sem veldur skaða
Í umhverfisrétti er svokölluð mengunarbótaregla ein meginreglan. Hún snýst um það að sá sem veldur skaða á umhverfinu skuli greiða fyrir skaðann. Orkufyrirtæki á Íslandi valda skaða á náttúrunni en hafa aldrei þurft að greiða fyrir hann nokkrar bætur. Landvernd styður að orkuvinnsla verði skattlögð, þannig að orkufyrirtæki greiði fyrir þrennt:
Í hvað ætti orkuskatturinn að fara?
Landvernd leggur til þrískiptan skatt á orkuvinnslu:
- Auðlindagjald fyrir að fá að nota sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar
- Bætur fyrir skaða vegna orkuvinnslunnar
- Gjöld sem standa undir kostnaði við að veita leyfin, hafa eftirlit með starfseminni og standa undir öðrum aðgerðum sem eru nauðsynlegar vegna orkuvinnslunnar.
Koma þurfi í veg fyrir hagsmunaárekstra
Skv. EES reglum um mat á umhverfisáhrifum ber stjórnvöldum að tryggja að sá sem veitir leyfi sé hlutaus.
Í dag er staðan þannig að sveitarfélög sitja beggja vegna borðsins – veita leyfi til orkuvinnslu og hafa af henni tekjur. Landvernd bendir á hættuna sem í því felst að þeir sem veita leyfi til orkuvinnslu séu sömu aðilarnir og hafa af henni fjárhagslega hagsmuni.