Sköflungur er háhitakerfi á sprungusveimi Bárðarbungu vestan við Veiðivötn og norðan Torfajökuls. Þar er náttúrufegurð mikil og óumdeilanleg en gígaröðin Vatnaöldur og vatnaklasinn Veiðivötn mynduðust í eldsumbrotum í við landnám, um árið 870. Svæðið geymir því náttúruperlur á heimsmælikvarða sem mynduðust á sögulegum tíma.
Virkjunarhugmyndir
Áformuð er 90 MW jarðvarmavirkjun en hugmyndin fellur í biðflokk.