Hólmsárfoss
Hólmsárfoss. Ljósmynd: Runólfur Birgir Leifsson

Vatnasvið Hólmsár er hluti umfangsmikilla landslagsheilda og lítt snortinna víðerna sem tengjast verðmætum svæðum á suðurhluta miðhálendissins, s.s. Torfajökulssvæðinu/Fjallabaki, Mýrdalsjökli, Langasjó og Skaftá og nágrenni.

Vegna sérstöðu svæðisins og nálægð við önnur friðlýst og merkileg svæði vilja margir að allar þrjár virkjunarhugmyndirnar sem snúa að Hólmsá falli í verndarflokk.

Mikilvægt svæði á heimsvísu fyrir Helsingja

Um 80 helsingjapör verpa á svæðinu sem gerir um 67% íslenska stofnsins, en er Hólmsá annar tveggja þekktra varpstaða helsingjans hérlendis. Aðrar 38 varptegundir fugla eru þekktar á svæðinu.

Virkjunarhugmyndir

Virkjunarhugmyndir um Hólmsá fela í sér nýtingu falls árinnar við Einhyrningshamra austan við Einhyrning og niður fyrir Bjarnarfoss í Tungufljóti, Skaftártungu. Hólmsá yrði stífluð efst í gljúfrinu við hamrana og inntakslón þar myndað. Virkjanahugmyndirnar tvær, kenndar við Einhyrning, hefðu auk þess tekið umtalsvert vatn af Hólmsárfossi.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is