Hofsá í Vopnafirði rennur fram af hálendisbrúninni af Möðrudalsheiði og til norðausturs, þar sem hún steypist niður um fossaraðir, ósnortið heiðaland og lygn með dalnum ofan í Vopnafjörð.
Óspillt víðerni
Svæðið er víðáttumikið og ósnortið og má telja eitt af stærstu hálendissvæðum nálægt byggð frá Melrakkasléttu og suður til Vatnajökuls. Mikið er um stöðuvötn og smærri ár og því er lífríki á svæðinu einnig merkilegt og upprunalegt. Svæðið sýnir einnig merkileg ummerki ísstreymis frá lokum síðustu ísaldar sem jarðvísindamenn frá Háskóla Íslands hafa nýverið rannsakað. Hofsá er að auki afkastamikil laxveiðiá.
Virkjunarhugmyndir
Fyrirhuguð er 39MW virkjun, Hofsárvirkjun. Slík virkjun myndi valda náttúruspjöllum á stóru svæði en uppistöðulón eru áætluð sex talsins á víðáttumiklum heiðum svæðisins. Því myndu fylgja stíflur, vegir, háspennulínur, jarðgöng og aðrennslisskurðir.