Átt þú mynd af stað á Náttúrukortinu sem þú vilt deila með öðrum? Sendu okkur línu. landvernd.is

Steingrímsfjörður er lengsti fjörður á Ströndum og gengur til norðvesturs úr Húnaflóa. Við fjörðinn eru kauptúnin Hólmavík og Drangsnes. Þar er hrjóstrug náttúrufegurð sem einkennir Strandir og þennan hluta Vestfjarða en náttúran einkennist af kjarri vöxnum hlíðum, heiðalandslagi, klöppum, eyjum og skerjum en dýra- og fuglalíf er þar einnig fjölskrúðugt.

Virkjunarhugmyndir

Orkubú Vestfjarða ehf. rannsakar nú möguleikann á því að reisa um 9.7 MW vatnsaflsvirkjun í Selárdal sem myndi nýta vatnsfall sem rennur um Þjóðbrókargil og í Selárdal.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is