Smavirkjanir-landvernd_vefur

Stórar smávirkjanir – endurskoðun lagaumhverfis

Orðið "smávirkjun" gefur til kynna að þar sé á ferð eitthvert huggulegt lítið mannvirki, jafnvel bara virkjun bæjarlæksins til heimanota. Fátt er fjær sanni því umhverfisáhrif slíkra virkjana geta verið gríðarleg.

Fyrir Alþingi liggur nú tillaga til þingsályktunar um lagaumhverfi fyrir svokallaðar smávirkjanir. 

Fullyrðingar um að slíkar virkjanir valdi litlum umhverfisáhrifum eru ekki í samræmi við reynslu Landverndar undanfarin ár og standast ekki skoðun. Í umfjöllun er gefið í skyn að þetta séu virkjanir þar sem verið sé að virkja bæjarlækinn. Þær tillögur um svokallaðar smávirkjanir sem Landvernd hefur fjallað um undanfarin ár eru af allt annarri stærðargráðu og umfangi. Að baki þeim standa almennt fjárfestar en ekki bændur sem virkja til eigin nota eins og gefið er í skyn í greinargerð við tillöguna. Dæmi eru um slíkar virkjanir sem geta valdið miklum skaða á náttúru landsins.

Stjórn Landverndar ítrekar þá skoðun sína að lækka þurfið stærðarmörk svokallaðra smávirkjana, sem eru nú skilgreindar allt að 10 MW. Ástæðan er sú að virkjanir í þeim flokki eru undanþegnar mati rammaáætlunar þar sem faglega er staðið að mati á áhrifum á umhverfið. 

Nýlegt dæmi um vanmat á neikvæðum áhrifum slíkrar virkjunar má til dæmis sjá í úrskurði úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi Hnútuvirkjun. Sú virkjun fellur í flokk smávirkjana þrátt fyrir að umhverfisáhrif hennar hafi verið metin af Skipulagsstofnun og úrskurðanefndinni það neikvæð að ekki væri réttlætanlegt að veita framkvæmdaleyfi fyrir henni. Enginn aðili á vegum hins opinbera hafði hins vegar heimildir til að hafna henni, aðrir en sveitafélög. 

Landvernd sendi nefndasviði Alþingis umsögn um málið. 

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.