Strandsvæðaskipulag Austfjarða

Strandsvæðaskipulag um fiskeldi á Austfjörðum

Þegar strandsvæðaskipulag um fiskeldi á Austfjörðum var unnið virðist ekki hafa farið fram raunverulegt mat á áhrifum á náttúru, umhverfi og loftslag.

Það má með réttu segja að skipulagstillaga þessi hefði frekar átt að bera nafnið  „Skipulag um fiskeldi á Austfjörðum,” þar sem ekki fer mikið fyrir stefnu svæðisráðs um annað en að verja staðbundna hagsmuni fyrir hönd hagmunaaðila í fiskeldi.

Stjórn Landverndar telur það mjög alvarlegan ágalla á niðurstöðum umhverfismatsskýrslu að ekki virðist hafa farið fram raunverulegt mat á tillögunni vegna áhrifa á náttúru, umhverfi og loftslag.

Svæðisráð hefur augljóslega tekið afgerandi afstöðu með einum hagsmunaaðila. Eðlilegt er að spyrja hvort slík afstaða geti talist réttlætanleg. Einnig má spyrja hvort slík vinnubrögð samræmist jafnræðisreglu og vandaðri stjórnsýslu – þegar  nær allir firðir á Austurlandi eru lagðir undir í slíkri vinnu.

Þegar svæði í eigu almennings eru afhent gjaldfrjálst og án útboðs til afnota fyrir sérhagsmuni er sjálfsagt að velta því upp hvort í því felist ekki alvarlegt brot á jafnræðisreglu.

Sú framtíðarsýn sem birtist í Strandsvæðaskipulagi Austfjarða endurspeglar á engan hátt fyrirliggjandi staðreyndir. Skipulagstillagan er ósjálfbær og endurspeglar fyrst og síðast þrönga hagsmuni og fátæklega framtíðarsýn og er í hrópandi andstöðu við umhverfi og náttúruvernd. Hér er einnig farið fram með stefnu sem gengur gegn öðrum mikilvægum hagsmunum og í tilvikum gengið gróflega fram gagnvart meirihluta þeirra samfélaga sem tillagan fjallar um.

Draumórar um óheftan vöxt fiskeldis

Stjórn Landverndar telur skýrsluna vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er hversu miklum fjármunum af almannafé1 hefur verið varið til þessarar …

Lesa meira
Mengun frá kolaveri erlendis

Breytingar á lögum um loftslagsmál

Aðgerðir í loftslagsmálum eru sameiginlegt verkefni allra landsmanna og við sem samfélag þurfum að fá þær bestu upplýsingar sem fáanlegar eru til þess að meta hvað eru skynsamlegar og góðar ákvarðanir um aðgerðir. Nauðsynlegt er að almenningur hafi aðgang að þeim greiningum og gögnum sem loftslagsráð leggur til grunndvallar í sinni ákvarðanatöku.

Lesa meira

Svæðisskipulag Suðurhálendisins

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn áformum um þá miklu uppbyggingu vegamannvirkja á Suðurhálendinu sem koma fram í tillögu að svæðisskipulagi.

Lesa meira

Draumórar um óheftan vöxt fiskeldis

Stjórn Landverndar telur skýrsluna vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er hversu miklum fjármunum af almannafé1 hefur verið varið til þessarar …

Lesa meira
Mengun frá kolaveri erlendis

Breytingar á lögum um loftslagsmál

Aðgerðir í loftslagsmálum eru sameiginlegt verkefni allra landsmanna og við sem samfélag þurfum að fá þær bestu upplýsingar sem fáanlegar eru til þess að meta hvað eru skynsamlegar og góðar ákvarðanir um aðgerðir. Nauðsynlegt er að almenningur hafi aðgang að þeim greiningum og gögnum sem loftslagsráð leggur til grunndvallar í sinni ákvarðanatöku.

Lesa meira

Svæðisskipulag Suðurhálendisins

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn áformum um þá miklu uppbyggingu vegamannvirkja á Suðurhálendinu sem koma fram í tillögu að svæðisskipulagi.

Lesa meira

Áform um stórtækan útflutning efnis af hafsbotni

Að mati Landverndar er efnistaka upp á 2 milljónir tonna óraunhæf og í andstöðu við markmiðið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda næstu tvo áratugina.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top