Strandsvæðaskipulag Austfjarða

Strandsvæðaskipulag um fiskeldi á Austfjörðum

Þegar strandsvæðaskipulag um fiskeldi á Austfjörðum var unnið virðist ekki hafa farið fram raunverulegt mat á áhrifum á náttúru, umhverfi og loftslag.

Það má með réttu segja að skipulagstillaga þessi hefði frekar átt að bera nafnið  „Skipulag um fiskeldi á Austfjörðum,” þar sem ekki fer mikið fyrir stefnu svæðisráðs um annað en að verja staðbundna hagsmuni fyrir hönd hagmunaaðila í fiskeldi.

Stjórn Landverndar telur það mjög alvarlegan ágalla á niðurstöðum umhverfismatsskýrslu að ekki virðist hafa farið fram raunverulegt mat á tillögunni vegna áhrifa á náttúru, umhverfi og loftslag.

Svæðisráð hefur augljóslega tekið afgerandi afstöðu með einum hagsmunaaðila. Eðlilegt er að spyrja hvort slík afstaða geti talist réttlætanleg. Einnig má spyrja hvort slík vinnubrögð samræmist jafnræðisreglu og vandaðri stjórnsýslu – þegar  nær allir firðir á Austurlandi eru lagðir undir í slíkri vinnu.

Þegar svæði í eigu almennings eru afhent gjaldfrjálst og án útboðs til afnota fyrir sérhagsmuni er sjálfsagt að velta því upp hvort í því felist ekki alvarlegt brot á jafnræðisreglu.

Sú framtíðarsýn sem birtist í Strandsvæðaskipulagi Austfjarða endurspeglar á engan hátt fyrirliggjandi staðreyndir. Skipulagstillagan er ósjálfbær og endurspeglar fyrst og síðast þrönga hagsmuni og fátæklega framtíðarsýn og er í hrópandi andstöðu við umhverfi og náttúruvernd. Hér er einnig farið fram með stefnu sem gengur gegn öðrum mikilvægum hagsmunum og í tilvikum gengið gróflega fram gagnvart meirihluta þeirra samfélaga sem tillagan fjallar um.

Nýlegar umsagnir

Lögum breytt í þágu náttúrunnar

Með nýju frumvarpi til laga um úrskurðar- og auðlindanefnd yrði almenningi og umhverfissamtökum loks tryggður sami réttur og framkvæmdaaðilum til að beita sér í málefnum náttúrunnar.

Lesa meira

Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa

Stjórn Landverndar saknar umfjöllunar um slæmt ástand landsins og fjölda vistkerfa í hnignun eða sem eru hrunin í nýrri Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa. Ennfremur vantar aðgerðir til að stöðva ósjálfbæra landnýtingu.

Lesa meira

Neyðarástand í loftslagsmálum

Umsögn Landverndar um tillögu til þingsályktunar um yfirlýsingu um neyðarástand í loftslagsmálum  Stjórn Landverndar hefur kynnt sér ofangreinda þingsályktunartillögu og styður hana í einu og …

Lesa meira

Lögum breytt í þágu náttúrunnar

Með nýju frumvarpi til laga um úrskurðar- og auðlindanefnd yrði almenningi og umhverfissamtökum loks tryggður sami réttur og framkvæmdaaðilum til að beita sér í málefnum náttúrunnar.

Lesa meira

Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa

Stjórn Landverndar saknar umfjöllunar um slæmt ástand landsins og fjölda vistkerfa í hnignun eða sem eru hrunin í nýrri Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa. Ennfremur vantar aðgerðir til að stöðva ósjálfbæra landnýtingu.

Lesa meira

Neyðarástand í loftslagsmálum

Umsögn Landverndar um tillögu til þingsályktunar um yfirlýsingu um neyðarástand í loftslagsmálum  Stjórn Landverndar hefur kynnt sér ofangreinda þingsályktunartillögu og styður hana í einu og …

Lesa meira
Þjórsárver eru hjarta landsins. Einstakt votlendi þar sem samspil elds og ísa er augljóst. Ljósmynd: Ellert Grétarsson

Starfshópur um friðlýst svæði – athugasemdir Landverndar

Um forsendur samantektarinnar segir að um sé að ræða „samantekt á lykilþáttum og áskorunum sem fram komu hjá fulltrúum þeirra sem komu á fund hópsins …

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top