Strandsvæðaskipulag Austfjarða

Strandsvæðaskipulag um fiskeldi á Austfjörðum

Þegar strandsvæðaskipulag um fiskeldi á Austfjörðum var unnið virðist ekki hafa farið fram raunverulegt mat á áhrifum á náttúru, umhverfi og loftslag.

Það má með réttu segja að skipulagstillaga þessi hefði frekar átt að bera nafnið  „Skipulag um fiskeldi á Austfjörðum,” þar sem ekki fer mikið fyrir stefnu svæðisráðs um annað en að verja staðbundna hagsmuni fyrir hönd hagmunaaðila í fiskeldi.

Stjórn Landverndar telur það mjög alvarlegan ágalla á niðurstöðum umhverfismatsskýrslu að ekki virðist hafa farið fram raunverulegt mat á tillögunni vegna áhrifa á náttúru, umhverfi og loftslag.

Svæðisráð hefur augljóslega tekið afgerandi afstöðu með einum hagsmunaaðila. Eðlilegt er að spyrja hvort slík afstaða geti talist réttlætanleg. Einnig má spyrja hvort slík vinnubrögð samræmist jafnræðisreglu og vandaðri stjórnsýslu – þegar  nær allir firðir á Austurlandi eru lagðir undir í slíkri vinnu.

Þegar svæði í eigu almennings eru afhent gjaldfrjálst og án útboðs til afnota fyrir sérhagsmuni er sjálfsagt að velta því upp hvort í því felist ekki alvarlegt brot á jafnræðisreglu.

Sú framtíðarsýn sem birtist í Strandsvæðaskipulagi Austfjarða endurspeglar á engan hátt fyrirliggjandi staðreyndir. Skipulagstillagan er ósjálfbær og endurspeglar fyrst og síðast þrönga hagsmuni og fátæklega framtíðarsýn og er í hrópandi andstöðu við umhverfi og náttúruvernd. Hér er einnig farið fram með stefnu sem gengur gegn öðrum mikilvægum hagsmunum og í tilvikum gengið gróflega fram gagnvart meirihluta þeirra samfélaga sem tillagan fjallar um.

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.