Þjórsá
Þjórsá

Sultartangi er staðsettur þar sem áður mættust Þjórsá og Tungnaá. Sultartangavirkun virkjar fall Þjórsár og Tungnaár og stendur í Bláskógum í Sandafelli um 15 km fyrir norðan Búrfell í Þjórsárdal. Með 6,1 km langri stíflu, þeirri lengstu á landinu, frá Sandafelli og upp að Haldi varð til Sultartangalón og er lónið 20 km2 og 14 km langt. Með lóninu fór Sultartangi, sem lá á milli Tungnár og Þjórsár, á kaf og talsvert af grónu landi í Skúmstungum. Stíflan var byggð á árunum 1982-1984. Göng liggja í gegnum Sandafell að stöðvarhúsinu í Bláskógum og þaðan var gerður mikill skurður í átta að Búrfellsvirkjun. Sjálf virkjunin var tekin í notkun 1999. Afl hennar er 125 MW.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is