Sumardagskrá í Alviðru: Jurtaríkið í hásumarblóma 18. júní 2022

Blágresi í Blóma í Bakkafirði. Ljósmynd: Sigurður Fjalar Jónsson.
Langar þig að skoða og vita meira villtar jurtir? Rannveig Thoroddsen grasafræðingur leiðir fræðslugöngu í Alviðru Laugardaginn 18. júní 2022 kl. 14-16.
Langar þig að skoða og vita meira um allar villtu plönturnar sem eru nú upp á sitt fegursta?
Laugardaginn 18. júní 2022 kl. 14-16 leiðir Rannveig Thoroddsen grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands létta fræðslugöngu um Alviðru, fræðslusetur Landverndar, þar sem við skoðum jurtaríkið í allri sinni hásumardýrð.
Að lokinni göngu er boðið upp á kaffi/kakó og kleinur.
Þátttaka er ókeypis. Verið öll hjartanlega velkomin í Alviðru

Alviðra fræðslusetur Landverndar stendur í sumar fyrir metnaðarfullri og áhugaverðri sumardagskrá fyrir gesti og gangandi.

Alviðra er í Ölfusi, stendur undir Ingólfsfjalli, gegnt Þrastalundi.

Þátttaka er gjaldfrjáls og öllum opin. Sjá á korti 

Verið velkomin.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd