Sudurhalendi_skipulagh_landvernd_vefur

Svæðisskipulag Suðurhálendisins

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn áformum um þá miklu uppbyggingu vegamannvirkja á Suðurhálendinu sem koma fram í tillögu að svæðisskipulagi.

Stjórn Landverndar hefur kynnt sér vinnslutillögu að svæðisskipulagi Suðurhálendisins.  Tillagan er skýr og áhugaverð, en tekur ekki tillit til þeirra miklu náttúruverðmæta sem eru í húfi. Varúðarreglan – að náttúran skuli njóta vafans –  virðist algjörlega hafa gleymst. 

Markmið og útfærsla stangast á

Það er áberandi að markmið tillögunnar og útfærsla stangast á: Markmiðin lýsa vernd og umhyggju fyrir þeim verðmætum sem Hálendið hefur að geyma. Vinnslutillaga að skipulagi Suðurhálendisins felur hins vegar í sér áform um mikla mannvirkjagerð sem mun valda umtalsverðum óafturkræfum breytingum á eðli og náttúru þessa verðmæta svæðis. Lýst er áformum sem varða alla þjóðina sem landeigendur, en ekki eingöngu þau sveitarfélög sem standa að baki tillögunni. 

Vegamannvirki á villigötum

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn því að mikil vegamannvirki verði reist á Hálendinu, sérstaklega í ljósi þess að formleg vernd á svæðinu í dag er mjög takmörkuð og aðeins bundin við einstök svæði. Stefnan um vegagerð á Hálendinu er alls ekki einkamál þeirra sveitarfélaga sem í hlut eiga. Hálendið er sameiginleg auðlind allrar þjóðarinnar og ríkt í þjóðarvitundinni. Stefnu um vegagerð og annað sem hefur mikil áhrif á Hálendið ber að móta á breiðum vettvangi og með aðkomu Alþingis. 

Orkuuppbygging og náttúran

Athygli vekur að í kafla um helstu ásteytingarsteina um nýtingu svæðisins, orkuöflun og -flutning, skuli ekki eitt einasta markmið vera tilgreint um að takmarka beri áhrif þeirra á náttúruna.

Enn verra er að opnað skuli vera fyrir möguleikann á frekari orkuuppbyggingu á Hálendinu þrátt fyrir að yfirlýst markmið sem fram koma á bls. 12-14 í greinagerð sé að vernda náttúru- og menningarminjar, þar með talið landslag og víðerni sem og óbyggðaupplifun. 

Hættulegt misræmi markmiða og stefnu 

Stjórn Landverndar telur að framsetning vinnslutillögu svæðisskipulags Suðurhálendisins sé vönduð og skilmerkileg – en því miður virðast markmið hennar ekki samræmast þeirri stefnumörkun sem birtist í tillögunni.

Stefnan mun hafa neikvæð áhrif á víðerni og önnur náttúruverðmæti og leiða til viðamikillar uppbyggingar samgöngumannvirkja, orkuvinnslu og -flutningis og aðfanga- og vinnuaflsfrekarar þjónustu við ferðamenn, sem er úr takti við það sem gestir svæðisins sækjast eftir og leggja ætti til grundvallar.

Stjórn Landverndar telur að tillöguna verði að vinna í betri samvinnu við þá sem nýta og njóta Hálendisins og bera hag þess fyrir brjósti án þess að vilja hagnast á því fjárhagslega, sem og við raunverulega eigendur landsins. Þörf er á rótækum breytingum á vinnslutillögu að svæðisskipulagi Suðurhálendisins. 

Draumórar um óheftan vöxt fiskeldis

Stjórn Landverndar telur skýrsluna vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er hversu miklum fjármunum af almannafé1 hefur verið varið til þessarar …

Lesa meira
Mengun frá kolaveri erlendis

Breytingar á lögum um loftslagsmál

Aðgerðir í loftslagsmálum eru sameiginlegt verkefni allra landsmanna og við sem samfélag þurfum að fá þær bestu upplýsingar sem fáanlegar eru til þess að meta hvað eru skynsamlegar og góðar ákvarðanir um aðgerðir. Nauðsynlegt er að almenningur hafi aðgang að þeim greiningum og gögnum sem loftslagsráð leggur til grunndvallar í sinni ákvarðanatöku.

Lesa meira

Áform um stórtækan útflutning efnis af hafsbotni

Að mati Landverndar er efnistaka upp á 2 milljónir tonna óraunhæf og í andstöðu við markmiðið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda næstu tvo áratugina.

Lesa meira

Draumórar um óheftan vöxt fiskeldis

Stjórn Landverndar telur skýrsluna vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er hversu miklum fjármunum af almannafé1 hefur verið varið til þessarar …

Lesa meira
Mengun frá kolaveri erlendis

Breytingar á lögum um loftslagsmál

Aðgerðir í loftslagsmálum eru sameiginlegt verkefni allra landsmanna og við sem samfélag þurfum að fá þær bestu upplýsingar sem fáanlegar eru til þess að meta hvað eru skynsamlegar og góðar ákvarðanir um aðgerðir. Nauðsynlegt er að almenningur hafi aðgang að þeim greiningum og gögnum sem loftslagsráð leggur til grunndvallar í sinni ákvarðanatöku.

Lesa meira

Áform um stórtækan útflutning efnis af hafsbotni

Að mati Landverndar er efnistaka upp á 2 milljónir tonna óraunhæf og í andstöðu við markmiðið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda næstu tvo áratugina.

Lesa meira

Landeldi á laxi í Ölfusi

Fyrirtækið Geo Salmo hyggur á viðamikið landeldi á laxi í Ölfusi. Landvernd gerir ýmsar athugasemdir við áformin og vill nánari útskýringar á orkunotkun, breytingu á grunnvatni, hreinsun frárennslis, ásýnd landslags og vernd jarðminja m.a.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top