Sudurhalendi_skipulagh_landvernd_vefur

Svæðisskipulag Suðurhálendisins

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn áformum um þá miklu uppbyggingu vegamannvirkja á Suðurhálendinu sem koma fram í tillögu að svæðisskipulagi.

Stjórn Landverndar hefur kynnt sér vinnslutillögu að svæðisskipulagi Suðurhálendisins.  Tillagan er skýr og áhugaverð, en tekur ekki tillit til þeirra miklu náttúruverðmæta sem eru í húfi. Varúðarreglan – að náttúran skuli njóta vafans –  virðist algjörlega hafa gleymst. 

Markmið og útfærsla stangast á

Það er áberandi að markmið tillögunnar og útfærsla stangast á: Markmiðin lýsa vernd og umhyggju fyrir þeim verðmætum sem Hálendið hefur að geyma. Vinnslutillaga að skipulagi Suðurhálendisins felur hins vegar í sér áform um mikla mannvirkjagerð sem mun valda umtalsverðum óafturkræfum breytingum á eðli og náttúru þessa verðmæta svæðis. Lýst er áformum sem varða alla þjóðina sem landeigendur, en ekki eingöngu þau sveitarfélög sem standa að baki tillögunni. 

Vegamannvirki á villigötum

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn því að mikil vegamannvirki verði reist á Hálendinu, sérstaklega í ljósi þess að formleg vernd á svæðinu í dag er mjög takmörkuð og aðeins bundin við einstök svæði. Stefnan um vegagerð á Hálendinu er alls ekki einkamál þeirra sveitarfélaga sem í hlut eiga. Hálendið er sameiginleg auðlind allrar þjóðarinnar og ríkt í þjóðarvitundinni. Stefnu um vegagerð og annað sem hefur mikil áhrif á Hálendið ber að móta á breiðum vettvangi og með aðkomu Alþingis. 

Orkuuppbygging og náttúran

Athygli vekur að í kafla um helstu ásteytingarsteina um nýtingu svæðisins, orkuöflun og -flutning, skuli ekki eitt einasta markmið vera tilgreint um að takmarka beri áhrif þeirra á náttúruna.

Enn verra er að opnað skuli vera fyrir möguleikann á frekari orkuuppbyggingu á Hálendinu þrátt fyrir að yfirlýst markmið sem fram koma á bls. 12-14 í greinagerð sé að vernda náttúru- og menningarminjar, þar með talið landslag og víðerni sem og óbyggðaupplifun. 

Hættulegt misræmi markmiða og stefnu 

Stjórn Landverndar telur að framsetning vinnslutillögu svæðisskipulags Suðurhálendisins sé vönduð og skilmerkileg – en því miður virðast markmið hennar ekki samræmast þeirri stefnumörkun sem birtist í tillögunni.

Stefnan mun hafa neikvæð áhrif á víðerni og önnur náttúruverðmæti og leiða til viðamikillar uppbyggingar samgöngumannvirkja, orkuvinnslu og -flutningis og aðfanga- og vinnuaflsfrekarar þjónustu við ferðamenn, sem er úr takti við það sem gestir svæðisins sækjast eftir og leggja ætti til grundvallar.

Stjórn Landverndar telur að tillöguna verði að vinna í betri samvinnu við þá sem nýta og njóta Hálendisins og bera hag þess fyrir brjósti án þess að vilja hagnast á því fjárhagslega, sem og við raunverulega eigendur landsins. Þörf er á rótækum breytingum á vinnslutillögu að svæðisskipulagi Suðurhálendisins. 

Skattlagning orkuvinnslu

Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur starfshópur að tillögum um skattlagningu orkuvinnslu. Í hópnum situr þó enginn sem hefur þekkingu á eða ber skylda til að gæta náttúru Íslands. Þar situr heldur enginn fulltrúi sem er sérfræðingur í umhverfismálum. Landvernd leggur til við ráðuneytið að bæta úr þessu og skipa í hópinn aðila með greinargóða þekkingu á umhverfismálum.

Lesa meira

Að flytja fjöll úr landi – mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn

Fyrirhugað er að reisa mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn í tengslum við umfangsmikla námavinnslu á Suðurlandi og af hafsbotni.

Lesa meira

Landvarsla styður við náttúruvernd

Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn

Lesa meira

Skattlagning orkuvinnslu

Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur starfshópur að tillögum um skattlagningu orkuvinnslu. Í hópnum situr þó enginn sem hefur þekkingu á eða ber skylda til að gæta náttúru Íslands. Þar situr heldur enginn fulltrúi sem er sérfræðingur í umhverfismálum. Landvernd leggur til við ráðuneytið að bæta úr þessu og skipa í hópinn aðila með greinargóða þekkingu á umhverfismálum.

Lesa meira

Að flytja fjöll úr landi – mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn

Fyrirhugað er að reisa mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn í tengslum við umfangsmikla námavinnslu á Suðurlandi og af hafsbotni.

Lesa meira

Landvarsla styður við náttúruvernd

Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn

Lesa meira

Grænbók um sjálfbært Ísland

Nánari skilgreiningu og djúpan skilning á orðinu sjálfbærni skortir í grænbók um sjálfbært Ísland.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top