
Síðsumarganga um Öndverðanes sunnudag 26. ágúst kl. 17
Landvörður í Alviðru leiðir gesti um Öndverðanes í Ölfusi við bakka Sogsins og að þeim stað þar sem Hvítá og Sogið mætast og sameinast í Ölfusá.

Landvörður í Alviðru leiðir gesti um Öndverðanes í Ölfusi við bakka Sogsins og að þeim stað þar sem Hvítá og Sogið mætast og sameinast í Ölfusá.

Sunnudaginn 12. ágúst kl. 13-16 býður Landvernd upp á plöntugreiningarnámskeið í Alviðru í Ölfusi.

Alviðra er umhverfisfræðslusetur Landverndar við Sogið í Ölfusi en þar var stofnað landnámshænsasetur er sex hænur og einn hani fluttu inn í nýuppgert hænsnabú í gamla mjólkurhúsi fjóssins í Alviðru þ. 26. september 2010.

Stjórn Landverndar hefur ákveðið að kljúfa fræðsluverkefni sín frá öðrum verkefnum og stofna Fræðslumiðstöð umhverfis og náttúru. Markmið hennar er að efla þekkingu og skilning á náttúru og umhverfi í þeim tilgangi að stuðla að sjálfbærri þróun. Innan hennar yrðu Grænfánaverkefnið, Alviðra, Vistvernd í verki og Bláfáninn. Vonandi verður það til að efla verkefnin og styrkja þau fjárhagslega.

Opinn veiðidagur verður í Alviðru laugardaginn 11. ágúst. Vel hefur veiðst í Soginu undanfarnar vikur og því enn meira gaman að koma og taka þátt. 13 laxar veiddust einn daginn og yfir 80 laxar eru komnir á land í sumar.

Árið 2007 var gott ár í Alviðru. Aðsókn var mjög góð, fjölmargir skólar komu með nemendur sína til Alviðru til þessa njóta þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Alviðra vill þakka kennurum, öðrum starfsmönnum og nemendum sem hingað komu farsælt samstarf og ánægjuleg kynni.

Leikskólar heimsækja Alviðru í auknum mæli og þá einkum „útskriftarhópar“ leikskólanna. Í Alviðru er í boði tvenns konar dagskrá fyrir leikskóla.

Kennaranámskeið var haldið í Alviðru 10. október s.l. Yfirskrift námskeiðsins var „Nám og kennsla um lífríkið í fersku vatni“ Leiðbeinandi á námskeiðinu var Stefán Bergmann höfundur bókarinnar „Lífríkið í fersku vatni“ Fullbókað var á námskeiðið en þátttakendur voru 16. Unnið var bæði úti og inni, farið var í þætti eins og hvar er best að taka sýni og hvað er að finna í vatninu.

Laugardaginnn 21. júní verður opinn veiðidagur í Alviðru frá kl. 11-18. Á opnum veiðidegi gefst þeim sem ekki stunda stagveiði alla jafna kost á að kynnast þessari skemmtilegu iðju. Þetta er fimmta árið í röð sem Alviðra og Stangveiðifélag Reykjavíkur hafa samvinnu um opinn veiðidag í Alviðru.

Laugardaginn 5. júní kl. 14-16 mun Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur og höfundur bókarinnar Íslenskur fuglavísir fræða gesti Alviðru um þær fjölbreytilegu fuglategundir sem þar er að finna.