Kennaranámskeið í Alviðru.
Kennaranámskeið var haldið í Alviðru 10. október s.l. Yfirskrift námskeiðsins var „Nám og kennsla um lífríkið í fersku vatni“ Leiðbeinandi á námskeiðinu var Stefán Bergmann höfundur bókarinnar „Lífríkið í fersku vatni“ Fullbókað var á námskeiðið en þátttakendur voru 16. Unnið var bæði úti og inni, farið var í þætti eins og hvar er best að taka sýni og hvað er að finna í vatninu.