
Skólar á grænni grein á Íslandi
Gerður Magnúsdóttir verkefnastjóri Skóla á grænni grein segir frá grænfánfaverkefnini hér á landi. Gerður segir frá endurskoðun verkefnisins sem fram fór vorið 2013 og áætlun til næstu þriggja ára.

Gerður Magnúsdóttir verkefnastjóri Skóla á grænni grein segir frá grænfánfaverkefnini hér á landi. Gerður segir frá endurskoðun verkefnisins sem fram fór vorið 2013 og áætlun til næstu þriggja ára.

Fyrirlestur Steins fjallar um uppfærslu á gátlista Grænfánans og skrefunum sjö auk þess um rafrænan gagnagrunn sem er í vinnslu.

Skólar á grænni grein setja sér markmið sem eru skýr, mælanleg, aðgerðamiðuð, framkvæmanleg og tímasett.

Fyrirlestur Guðmundar Inga Guðbrandssonar um vistheimtarverkefni Landverndar.

Fyrirlestur Ingileifar Ástvaldsdóttur fjallar um lýðræðislega þátttöku nemenda í skólastarfi.

Sigríður Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi, segir í fyrirlestri sínum frá starfi Grænfánaráðsins við Þelamerkurskóla og hvernig nemendur gegna mikilvægum hlutverkum í verkefninu.

Inga María Ingvarsdóttir, leikskólastjóri og Ragnhildur Sigurðardóttir, aðstoðarleikskólastjóri í Leikskólanum Tjarnarseli í Reykjanesbæ segja í fyririlestri sínum frá þróunarverkefni sem þær hafa leitt í leikskólanum.

Sigríður Sverrisdóttir fjallar um lýðræðislega þátttöku nemenda Grenivíkurskóla í sveitarfélaginu.

Fyrirlestur Kristenar Leask fjallar um tengingu Grænfánaverkefnisins við nýja aðalnámskrá í Skotlandi.

Í fyrirlestrinum fjallar Björg Pétursdóttir um innleiðingu menntunar til sjálfbærni í íslenskt menntakerfi.

Fyrirlestur Sigrúnar Helgadóttur fjallar um sjálfbærni og sjálfbærnihluta nýju námskrárinnar.

Föstudaginn 11. október 2013 var haldin ráðstefna Skóla á grænni grein í Kaldalóni í Hörpu. Ráðstefnan var vel sótt og voru fjölmörg spennandi erindi haldin.