Lýðræðið og öræfin fótum troðin
Í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar var lýðræðið fótum troðið og þeim jafnvel hótað atvinnumissi sem ekki studdu framkvæmdirnar. Ákvarðanir um virkjanir ætti að sjálfsögðu að taka á faglegum og lýðræðislegum forsendum þar sem hagsmunir náttúru og komandi kynslóða verða hafðir í heiðri.