Fjarkafossinn í Geitdal

Leifarnar af hálendi Austurlands í hættu

Síðustu óbyggðu víðernin á hálendi Austurlands eru dýrmæt. Engir brýnir almannahagsmunir réttlæta fyrirhugaða Geitdalsárvirkjun.

Síðustu óbyggðu víðernin á hálendi Austurlands eru dýrmæt. Víðerni landsins eru talin eitt af því allra verðmætasta sem Ísland hefur yfir að ráða. Engir brýnir almannahagsmunir réttlæta fyrirhugaða Geitdalsárvirkjun. Ef af verður er ljóst að framkvæmdin myndi raska votlendi, stöðuvötnum, tjörnum, vistgerðum með hátt verndargildi og búsvæðum fugla og hreindýra.

Geitdalsárvirkjun er ein af mörgum áformum um vatnsafls- og vindorkuvirkjanir á Austurlandi. Áformin eru af slíkri stærðargráðu að þó aðeins hluti þeirra gangi eftir munu þau hafa umbreytandi áhrif á landslag, víðerni og náttúru landshlutans.

Stofnað til ófriðar um virkjanir

Fyrirheit um að friður myndi ríkja um virkjanir á Austurlandi eftir Kárahnjúkavirkjun hafa reynst léttvæg. Markmiðum laga um rammaáætlun er að fá yfirsýn og stuðla að því að í nýtingaflokk fari þær hugmyndir um virkjanir sem valda hvað minnstum skaða og hámarka samfélagslegan ávinning. Með því að ganga fram með Geitdsárvirkjun utan rammaáætlunar er enn einu sinni stofnað til ófriðar um virkjanir í þessum landshluta. Fjársterkir aðilar með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi eru nú orðnir gerendur í því að spilla íslenskri náttúru með virkjunum. Það er grundvallar breyting frá því sem áður var þegar fyrirtæki í eigu almennings áttu hlut að máli og ávinningurinn féll í skaut samfélagsins.

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn áfram verði haldið á þeirri braut sem mörkuð hefur verið með framlagðri tillögu að matsáætlun.

Fjarkafossinn í Geitdal
Falleg fossaröð í hættu skammt neðan við fyrirhugað miðlunarlón sem að líkindum mun hverfa ef af framkvæmdum verður.

7 punktar um fyrirhugaða Geitdalsárvirkjun

  1. Nú þegar er raforkuframleiðsla á íbúa á Íslandi sú langmesta í heiminum, eða tvöfalt meiri en Noregs sem er í öðru sæti yfir stærstu raforkuframleiðendur heims. Á Austurlandi er nú þegar gríðarlegt magn raforku framleitt.
  2. Áformuð Geidalsárvirkjun mun hafa óafturkræf umhverfisáhrif í för með sér og margar fallegar fossaraðir munu hverfa eða raskast verulega við framkvæmdina
  3. Fyrirhuguð framkvæmd um 9.9 MW virkjun sýnir enn og aftur fram á mikilvægi þess að breyta viðmiðum svo framkvæmdaaðilar komist ekki uppi með að ráðast í jafn stórtækar virkjanaframkvæmdir og hér um ræðir án umfjöllunar faghópa og verkefnisstjórnar með rammaáætlun.
  4. Ef af framkvæmdunum verður á þessu viðkvæma svæði við upptök Geitdalsár í Leirudal eru auknar líkur á enn frekari framkvæmdum á svæðinu til framtíðar þar sem fyrirtækið hyggur jafnvel á stækkun virkjunar á síðari stigum.
  5. Óbyggð víðerni njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Fyrirhuguð virkjun myndi raska votlendi, stöðuvötnum og tjörnum sem njóta sérstakrar verndar skv. 61. grein náttúruverndarlaga.
  6. Ekki verður séð að áformuð Geitdalsárvirkjun tengist á neinn hátt aðgengi almennings eða fyrirtækja á Austurlandi að þessari tilteknu raforkuframleiðslu.
  7. Stjórn Landverndar fær því ekki séð hvaða brýnu almannahagsmunir eru í húfi á svæðinu sem réttlæta jafn gríðarlega röskun á náttúruverðmætum sem ekki má spilla samkvæmt gildandi náttúruverndarlögum.

Fráleit framtíðarsýn að fórna víðernum

Það er fráleit framtíðarsýn að fórna víðernum landsins í þágu sérhagsmuna orkugeirans. Við bendum á að hálendi Austurlands hefur þegar verið mikið raskað vegna annarra virkjana og því er sá litli hluti sem eftir stendur óraskaður enn verðmætari.

Það er ljóst að virkjunin hefur í för með sér gríðarlega neikvæð umhverfisáhrif og enn og aftur skal áréttað hversu fráleitt smættun það er að fella slíkar virkjanir og hér um ræðir undir svokallaðar smávirkjanir. Slíkt er einvörðungu til þess fallið að blekkja almenning sem getur ekki verið tilhlýðilegt, hvorki af stjórnvöldum eða orkufyrirtækjum sem hagnýta sér upplýsingaóreiðu í þessum efnum. Framkvæmdin er ekki í samræmi við náttúruverndarlög og gildandi landskipulagsstefnu. Því telur Landvernd að hafna eigi matsáætluninni þar sem hún stríðir gegn lögum og opinberum stefnum stjórnvalda.

Á svæði má finna einstakar jarðmyndanir sem að mikilvægt er að rannsaka alveg sérstaklega.
Á svæði má finna einstakar jarðmyndanir sem að mikilvægt er að rannsaka alveg sérstaklega.
Hér má sjá enn fleiri fossaraðir í hættu vegna fyrirhugaðra framkvæmda.

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.