Framtíðarsýn fólk og sól landvernd.is

Þjóðaröryggisstefna

Stjórn Landverndar hefur kynnt sem framkomna tillögu um breytingar á þjóðaröryggisstefnu.

Landvernd telur heilshugar undir þær viðbætur sem fram koma í lið e þar sem segir „Að sporna við röskun á lífsskilyrðum og búsetu vegna loftslagsbreytinga, m.a. með samdrætti í kolefnislosun, orkuskiptum, grænni fjárfestingu og virkri þátttöku í alþjóðlegu samstarfi til að bregðast við loftslagsbreytingum.“ Hér væri þó til bóta að skipta orðinu „kolefnislosun“ fyrir orðið „gróðurhúsalofttegundir (GHL)“. Samkvæmt Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar falla sex lofttegundir undir þá skilgreiningu sem GHL.

Loftslagsbreytingar, tegundadauði og eyðilegging búsvæða og mengun er ein mest ógn við stöðugleika og mannlegt samfélag eins og við þekkjum það í dag. Hafsvæðin við Ísland, uppspretta lífviðurværis á Íslandi, eru einnig í húfi. Landvernd hefur kallað eftir því að lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagmálum og aðgerðir stjórnvalda, bæði innanlands og í alþjóða- samskiptum, taki mið af þeirri yfirlýsingu. Aðgerðir stjórnvalda í þessum málum hafa fram til þessa ekki verið í neinu samræmi við þá ógn sem af loftslagsbreytingum stafa.

Orðið „grænar fjárfestingar“ er mikið misnotað í dag. Nauðsynlegt er að skilgreina það í textanum. Frá sjónarhóli Landverndar eru „grænar fjárfestingar“ fjárfestingar sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, jarðvegs- og gróðureyðingu og mengun og bæta vernd vistkerfa og heilsu manna og dýra. Líta verður heilstætt á alla þessa þætti en ekki taka einn út fyrir sviga eins og iðulega er gert.

Þá telur Landvernd að byggja eigi á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í öllum textanum. Þau varða lífsafkomu allra sem byggja jörðina og ættu að liggja til grundvallar, enda hafa íslensk stjórnvöld tileinkað sér þau. Eina heimsmarkmiðið þar sem Ísland telst vera í afturför skv. OECD er heimsmarkmið 15, líf á landi. 

.

Skattlagning orkuvinnslu

Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur starfshópur að tillögum um skattlagningu orkuvinnslu. Í hópnum situr þó enginn sem hefur þekkingu á eða ber skylda til að gæta náttúru Íslands. Þar situr heldur enginn fulltrúi sem er sérfræðingur í umhverfismálum. Landvernd leggur til við ráðuneytið að bæta úr þessu og skipa í hópinn aðila með greinargóða þekkingu á umhverfismálum.

Lesa meira

Að flytja fjöll úr landi – mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn

Fyrirhugað er að reisa mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn í tengslum við umfangsmikla námavinnslu á Suðurlandi og af hafsbotni.

Lesa meira

Landvarsla styður við náttúruvernd

Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn

Lesa meira

Skattlagning orkuvinnslu

Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur starfshópur að tillögum um skattlagningu orkuvinnslu. Í hópnum situr þó enginn sem hefur þekkingu á eða ber skylda til að gæta náttúru Íslands. Þar situr heldur enginn fulltrúi sem er sérfræðingur í umhverfismálum. Landvernd leggur til við ráðuneytið að bæta úr þessu og skipa í hópinn aðila með greinargóða þekkingu á umhverfismálum.

Lesa meira

Að flytja fjöll úr landi – mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn

Fyrirhugað er að reisa mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn í tengslum við umfangsmikla námavinnslu á Suðurlandi og af hafsbotni.

Lesa meira

Landvarsla styður við náttúruvernd

Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn

Lesa meira

Grænbók um sjálfbært Ísland

Nánari skilgreiningu og djúpan skilning á orðinu sjálfbærni skortir í grænbók um sjálfbært Ísland.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top