Búrfell við Þjórsá
Búrfell við Þjórsá
Þjórsá er lengsta á landsins og hefur meginupptök sín úr Hofsjökli. Mikið hefur verið virkjað í efri hluta Þjórsár og til stendur að reisa þrjár á láglendi.

Þjórsá er lengsta á landsins og á upptök sín í Hofsjökli.

Búrfell er 669 m hár móbergsstapi í Þjórsárdal sem stendur við hálendisbrúnina og er mikið kennileiti á svæðinu. Þjórsá og fossar hennar, Tröllkonuhlaup og Þjófafoss renna meðfram fjallinu og Búrfellsskógur liggur við suðurenda þess.

Náttúruperlur á við Hjálparfoss og Gjána ásamt landnámsbænum Stöng eru mikið aðdráttarafl á svæðinu.

Búrfellsstöð var fyrsta stórvirkjunin á Íslandi og markaði upphaf stóriðjustefnu hér á landi. Hún var gangsett árið 1970 og hefur hún síðan séð álverinu í Straumsvík fyrir raforku.

Við virkjun Þjórsár var áin stífluð ofan við Búrfell og veitt til vesturs í gegnum Sámsstaðamúla og ofan í Þjórsárdal þar sem stöðvarhúsið stendur.

Bjarnalón er miðlunarlón Búrfellsstöðvar og afl hennar er 270 MW.

Frárennsli er veitt í Fossá sem sameinast Þjórsá 2 km neðar. Búrfellsstöð II var gangsett árið 2018 og nýtir sama inntakslón og fallhæð og Búrfellsstöð I en veitir í Fossá um mun lengri frárennslisskurð. Búrfellsstöð II er með uppsett afl 100 MW sem er stækkanlegt með viðbótarvél.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is