Búðarhálsvirkjun í Tungnaá
Búðarhálsvirkjun

Tungnaá rennur úr vestanverðum Vatnajökli. Áin rennur frá sporði Tungnaárjökuls um svarta sanda, meðfram móbergshryggjum, mosabreiðum og eldstöðvum og því má segja að náttúrufar Tungnaár og umhverfis sé merkilegt á heimsvísu. Búðarháls liggur milli Þjórsár og Tungnaár þar sem nú er Sultartangalón og Sporðöldulón. Búðarhálsstöð var gangsett árið 2014 en hún virkjar um 40 m fall í Tungnaá milli Hrauneyjafossvirkjunar og Sultartangavirkjunar og uppsett afl er 95 MW.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is