Tungnaá rennur úr vestanverðum Vatnajökli. Áin rennur frá sporði Tungnaárjökuls um svarta sanda, meðfram móbergshryggjum, mosabreiðum og eldstöðvum og því má segja að náttúrufar Tungnaár og umhverfis sé merkilegt á heimsvísu. Búðarháls liggur milli Þjórsár og Tungnaár þar sem nú er Sultartangalón og Sporðöldulón. Búðarhálsstöð var gangsett árið 2014 en hún virkjar um 40 m fall í Tungnaá milli Hrauneyjafossvirkjunar og Sultartangavirkjunar og uppsett afl er 95 MW.