Tröllkarlinn við Tungnaá
Tröllkarlinn við Tungnaá

Tungnaá rennur úr vestanverðum Vatnajökli. Áin rennur frá sporði Tungnaárjökuls um svarta sanda, meðfram móbergshryggjum, mosabreiðum og eldstöðvum og því má segja að náttúrufar Tungnaár og umhverfis sé merkilegt á heimsvísu. Tillagan var sú að stíflustæði Tungnaárlóns yrði í farvegi Tungnaár fyrir ofan fyrirhugaða Bjallavirkjun og var lónið nauðsynleg forsenda þeirrar virkjunar. Með því að setja virkjunarhugmyndirnar í verndarflokk fékkst samfellt verndarsvæði milli Vatnajökulsþjóðgarðs og Friðlands að fjallabaki. Framkvæmdir hefðu haft áhrif á verðmætt landslag á mörkum Friðlands og í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs, en svæðið er mikilvægt ferðamennsku allan ársins hring.

Hefur þú ábendingu um svæðið?
Sendu okkur línu á natturukortid (hjá) landvernd.is