Tungnaá rennur úr vestanverðum Vatnajökli. Áin rennur frá sporði Tungnaárjökuls um svarta sanda, meðfram móbergshryggjum, mosabreiðum og eldstöðvum og því má segja að náttúrufar Tungnaár og umhverfis sé merkilegt á heimsvísu. Sigalda stendur á hálendinu sunnan við Þórislón. Stöðin samanstendur af þremur 50 MW vélasamstæðum. Tungnaá er stífluð efst í gljúfrum ofan við Sigöldu til að mynda 14 km2 miðlunarlón sem heitir Krókslón, en Sigöldustífla er 925 m löng og 40 m há þar sem hún er hæst í gljúfrinu.