Bjarnarflag, landvernd.is

Umhverfismat verði endurtekið

Sérfræðingar Umhverfisstofnunar, þau Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir og Björn Stefánsson, telja að endurmeta ætti áhrif virkjunarinnar með hliðsjón af því hvernig tekist hefur til við sambærilega losun í öðrum háhitavirkjunum. Þetta verði gert í ljósi mikilvægis Mývatns, sbr. lög um verndun vatnsins. Markmið laganna sé að tryggja að vistfræðilegu þoli svæðisins verði ekki stefnt í hættu af mannavöldum og tryggja vernd líffræðilegrar fjölbreytni.

Morgunblaðið skrifar 10. oktober 2012

Fram kemur í nýlegri umsögn Umhverfisstofnunar um breytt deiliskipulag Bjarnarflagsvirkjunar að þar sem langur tími sé liðin síðan umhverfismat fór fram ætti að endurmeta áhrif allrar losunar affallsvatns frá virkjuninni. Umsögnin er send skipulagsfulltrúa Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps.

Sérfræðingar Umhverfisstofnunar, þau Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir og Björn Stefánsson, telja að endurmeta ætti áhrif virkjunarinnar með hliðsjón af því hvernig tekist hefur til við sambærilega losun í öðrum háhitavirkjunum. Þetta verði gert í ljósi mikilvægis Mývatns, sbr. lög um verndun vatnsins. Markmið laganna sé að tryggja að vistfræðilegu þoli svæðisins verði ekki stefnt í hættu af mannavöldum og tryggja vernd líffræðilegrar fjölbreytni.

Jafnframt er bent á í umsögn Umhverfisstofnunar að Mývatn og Laxá séu einnig á skrá um alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði samkvæmt Ramsarsáttmálanum sem hafi alþjóðlegt verndargildi. Ísland hafi skuldbundið sig til þess að framfylgja þeim samningi.

Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, segir að þessi umsögn sé í anda þess sem samtökin hafa bent á. Þau hafa í bréfi til Landsvirkjunar farið fram á að undirbúningsframkvæmdir í Bjarnarflagi verði stöðvaðar. Haft hefur verið eftir stjórnarformanni Landsvirkjunar að stjórnin komi saman til fundar síðar í mánuðinum og þá verði erindi Landverndar svarað skriflega.

Draumórar um óheftan vöxt fiskeldis

Stjórn Landverndar telur skýrslu Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er …

Lesa meira
Mengun frá kolaveri erlendis

Breytingar á lögum um loftslagsmál

Aðgerðir í loftslagsmálum eru sameiginlegt verkefni allra landsmanna og við sem samfélag þurfum að fá þær bestu upplýsingar sem fáanlegar eru til þess að meta hvað eru skynsamlegar og góðar ákvarðanir um aðgerðir. Nauðsynlegt er að almenningur hafi aðgang að þeim greiningum og gögnum sem loftslagsráð leggur til grunndvallar í sinni ákvarðanatöku.

Lesa meira

Svæðisskipulag Suðurhálendisins

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn áformum um þá miklu uppbyggingu vegamannvirkja á Suðurhálendinu sem koma fram í tillögu að svæðisskipulagi.

Lesa meira

Draumórar um óheftan vöxt fiskeldis

Stjórn Landverndar telur skýrslu Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er …

Lesa meira
Mengun frá kolaveri erlendis

Breytingar á lögum um loftslagsmál

Aðgerðir í loftslagsmálum eru sameiginlegt verkefni allra landsmanna og við sem samfélag þurfum að fá þær bestu upplýsingar sem fáanlegar eru til þess að meta hvað eru skynsamlegar og góðar ákvarðanir um aðgerðir. Nauðsynlegt er að almenningur hafi aðgang að þeim greiningum og gögnum sem loftslagsráð leggur til grunndvallar í sinni ákvarðanatöku.

Lesa meira

Svæðisskipulag Suðurhálendisins

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn áformum um þá miklu uppbyggingu vegamannvirkja á Suðurhálendinu sem koma fram í tillögu að svæðisskipulagi.

Lesa meira

Áform um stórtækan útflutning efnis af hafsbotni

Að mati Landverndar er efnistaka upp á 2 milljónir tonna óraunhæf og í andstöðu við markmiðið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda næstu tvo áratugina.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top