Eldvörp eru einstök á heimsmælikvarða en eru í stórhættu vegna stóriðju! verndum náttúruna gegn stóriðju, landvernd.is

Umsögn: Framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2

Alþingi getur ekki gripið inn í faglega ferla við mat á umhverfisáhrifum með því að gefa framkvæmdaleyfi sjálft fyrir einstaka framkvæmdum. Skemmst er að minnast brota íslenska ríkisins frá í október 2018 þegar það gerðist brotlegt við EES reglur um mat á umhverfisáhrifum

Umsögn Landverndar frumvarp til laga um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2, 353. mál send Nefndarsviði Alþingis 19. mars 2021.

Stjórn Landverndar hefur kynnt sér ofangreint frumvarp. Stjórnin telur frumvarpið stórhættulegt fordæmi fyrir faglega ákvarðanatöku í málefnum sem varða umhverfið, fyrir sjálfstæði sveitarfélaga og fyrir lýðræðislegan rétt almennings til þess að koma að ákvörðunum sem hann varða. Hún telur jafnframt að frumvarpið sé mjög alvarlegt brot á EES reglum um mat á umhverfisáhrifum og Árósasamningnum. Má í því sambandi minna á ákvörðun í október 2018 þegar Alþingi samþykkti einróma lög sem brutu gegn þessum reglum. Stjórn Landverndar hvetur því til að frumvarpið verði dregið til baka af flutningmönnum þess.

Ef frumvarpið yrði samþykkt væri með því kippt úr sambandi lögbundnu ferli um mat á umhverfisáhrifum sem sett hafa verið skv. innleiðingu á EES reglum. Um skýrt brot á EES samningnum væri því að ræða. Auk þess væri tekið fyrir möguleika almennings á að leita til úrskurðanefndar umhverfis og auðlindamála vegna brota á lögum sem varða umhverfi þeirra. Með samþykkt frumvarpsins yrði faglegu ákvarðanatökunarferli kippt algjörlega úr sambandi. Ferlið eins og það er í dag hefur ekki alltaf verið náttúruverndarsjónarmiðum hliðhollt, en það er þó að einhverju leyti til mótvægis við sterk hagsmunaöfl sem oft á tíðum taka ekki tillit til áhrifa framkvæmda á umhverfi og náttúru.

Umhverfis- og samgöngunefnd er vinsamlegast bent á næstum ársgamlan bráðabirgðaúrskurð ESA um brot íslenska ríkisins á EES reglum um mat á umhverfisáhrifum sem m.a. byggja á Árósasáttmálanum. Úrskurðurinn varðar lagabreytingar sem íslensk stjórnvöld gerðu á lögum um fiskeldi og hollustuhætti og mengunarvarnir í október 2018 og stríddu gegn EES reglum. Bráðabirgðaniðurstaða ESA er viðbragð við kvörtun Landverndar og fleiri samtaka til ESA. Við lagabreytingarnar í október 2018 var úrskurður úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála í raun ógiltur af Alþingi og eingöngu tekið tillit til hagsmuna framkvæmdaaðila, en á engan hátt til hagsmuna náttúrunnar eða almennings. Lagasetningin var afgreidd í skyndi án allrar umræðu eða aðkomu annarra en þeirra sem ríkisstjórnin kallaði sérstaklega til. Landvernd reyndi þó að koma að því áliti sínu að um væri að ræða skýrt brot á Árósasamningnum og að gildi úrskurðanefndarinnar rýrðist verulega með þessu.

Í bráðabirgðaúrskurðinum kemur alveg skýrt fram að það er brot á EES reglum að veita leyfi til framkvæmda eða starfsemi sem heyrir undir MÁU lögin fram hjá ferlinu. Það gildir í máli 353 á 151. löggjafarþingi eins og þegar íslenska ríkið braut gegn EES reglum í október 2018 (sjá bráðabirgðarúrskurð ESA frá 14 apríl 20201)

Hvað varðar málið sjálft efnislega er það skýr niðurstaða Skipulagsstofnunar að leggja beri Suðurnesjalínu 2 sem jarðstreng í vegöxl Reykjanesbrautar, þvert á það sem flutningsmenn frumvarpsins vilja. Vegna nánari umfjöllunar um málið vísar Landvernd til umsagnar Ungra umhverfissinna sem komin er inn á vef Alþingis2.

Virðingarfyllst,
f.h. stjórnar Landverndar

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri

 

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.