Horft yfir hraungjá - Búfellsgjá. Ljósmynd: C.C.Chapman.

Umsögn: Friðlýsing Urriðakotshrauns

Friðlýsingar verða að vernda náttúruminjar. Friðlýsingu Urriðakotshrauns sem fólkvangs má ekki fylgja eyðilegging á hrauninu til þess að byggja á því golfvöll.

Friðlýsingar verða að vernda náttúruminjar. Friðlýsingu Urriðakotshrauns sem fólkvangs má ekki fylgja eyðilegging á hrauninu til þess að byggja á því golfvöll.

Umsögn vegna áforma um friðlýsingu Urriðakotshrauns send Umhverfisstofnun þann 19. nóvember 2020.

Umsögn Landverndar til Umhverfisstofnunar, sem ásamt Garðabæ og Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa, kynnir áform um friðlýsingu sem fólkvang á Urriðakotshrauni í Garðabæ í samræmi við 52. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.

Landvernd fagnar áformum um friðlýsingu Urriðakotshrauns sem skilið var eftir fyrr á árinu í friðlýsingarferli á Búrfelli og gjánum. Hraunelfan og hraunin úr eldstöðinni Búrfelli nefnist einu nafni Búrfellshraun, en einstaka hraunhlutar kallast ýmsum nöfnum s.s. Urriðakotshraun sem liggur samsíða Vífilsstaðahlíð í Heiðmörk. Þetta eru mjög vinsæl útivistarsvæði í upplandi Garðabæjar.

Hraunið er sérstakt náttúrufyrirbæri jarðmyndanna þar sem hraunelfan rann frá eldstöðinni og myndaði gjárnar ásamt „hrauntröðinni“ í Urriðakotshrauni, sjá fyrri umsögn Landverndar um friðlýsingu Búrfells og Selgjár dags. þann 08.02.2020 sem friðlýst var sem náttúruvætti.

Garðabær hefur sýnt gott fordæmi í friðlýsingu Búrfellshrauns innan lögsögu sinnar. Það vakti eftirtekt að Urriðakotshraun var ekki hluti af þeirri friðlýsingu eins og eðlilegt hefði verið með hliðsjón af landfræðilegri legu. Engar skýringar komu fram um þá ákvörðun.

Nú kemur í ljós að Garðabær fyrirhugar að heimila byggingu golfvallar í hrauninu samfara friðlýsingu. Það vekur spurningar um hvort misskilningur sé á ferðinni hjá bæjarstjórn Garðabæjar um að verndarákvæði fólkvangs séu veik þannig að þau nái ekki þeim tilgangi að vernda Urriðakotshraun fyrir skemmdum. Urriðakotshraun nýtur verndar náttúruverndarlaga og er hverfisverndað. Verndun sem fólkvangur dregur ekki úr þeirri vernd heldur eykur hana. Til þess að taka af allan vafa mætti og ætti að friðlýsa Urriðakotshraun sem náttúrvætti eins og Búrfellshraun og Selgjá.

Af vef ust.is má lesa eftirfarandi:

Í kjölfar kynningartímans munu fulltrúar Umhverfisstofnunar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, landeigenda og Garðabæjar vinna drög að friðlýsingarskilmálum og leggja fyrir rétthafa lands og aðra sem hagsmuna eiga að gæta. Fyrirhuguð friðlýsing mun að lokum verða auglýst opinberlega í þrjá mánuði og öllum gefinn kostur á gera athugasemdir við framlagða tillögu. Deiliskipulag fyrir svæðið er unnið samhliða undirbúningi friðlýsingar.

Markmið friðlýsingarinnar er að stofna fólkvang, svæði til útivistar og almenningsnota, þar sem jarðmyndanir, menningarminjar og gróðurfar eru verndaðar. Í auglýsingu um friðlýsingu er heimilt að kveða nánar á um takmarkanir sem leiða af friðlýsingunni, m.a. á umferðarrétti, notkun veiðiréttar og framkvæmdum. Þá er jafnframt heimilt að kveða á um að afla skuli leyfis Umhverfisstofnunar til athafna og framkvæmda sem áhrif geta haft á verndargildi viðkomandi svæðis.

Innan svæðisins liggur m.a. golfvöllur, göngu- og reiðstígar.

Tillaga að friðlýsingarmörkum miðast við hnitsett mörk skv. hnitaskrá og eru birt á korti.

Framangreind lýsing er ekki í samræmi við kort á vef ust.is að golfvöllur verði innan marka fólkvangsins (feitletrað). Samkvæmt kortinu er núverandi golfvöllur fyrir utan mörk fyrirhugaðrar friðlýsingar. Stjórn Landverndar telur mikilvægt að allar forsendur fyrir friðlýsingu séu skýrar. Af auglýstu deiliskipulagi Garðabæjar er ljóst að gert er ráð fyrir golfbrautum í Urriðakotshrauni. Það er mat stjórnar Landverndar að þetta sé ekki ásættanlegt, flokkast sem alvarleg náttúruspjöll ef af yrði og andstætt markmiðum boðaðar friðlýsingar. Umsögn Landverndar um deiliskipulagsbreytingar í Garðabæ fylgir í viðhengi.

Það er mat stjórnar Landverndar að röskun hraunsins, sama hvort það verður friðlýst sem fólkvangur eða ekki sé brot á náttúrverndarlögum. Landvernd hvetur Garðabæ til þess að virða markmið friðlýsingar sem er m.a. verndun jarðminja og Umhverfisstofnun til að kynna mjög vel forsendur friðlýsingar þannig að enginn vafi leiki á því hvernig á að nýta svæðið. Það kann ekki góðri lukku að stýra að friðlýsing svæðis og eyðilegging á náttúruverðmætum þess fylgist að. Stjórn Landverndar vísar einnig í umsögn sína um deiliskipulag Garðabæjar frá 9. nóvember 2020.

Virðingarfyllst

Auður Önnu Magnúsdóttir

framkvæmdastjóri Landverndar

 

Ljósmynd: C.C. Chapman undir leyfinu CC-BY-NC-ND

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.