Ferðamaður stendur við Lambhagafoss og flúðir í Hverfisfljóti

Neikvætt umhverfismat Hnútuvirkjunar en skipulagsvinna heldur áfram

Þrátt fyrir neikvætt umhverfismat Skipulagsstofnunar er haldið áfram með skipulag hnútuvirkjunar. Skaftárhreppur hefur ekki sýnt fram á að það séu brýnir almannahagsmunir að virkja Hnútu. Ekki er um raforkuskort á svæðinu að ræða.

Með hliðsjón af náttúruverndarlögum og neikvæðri niðurstöðu Skipulagsstofnunar er það hlutverk Skaftárhrepps að sýna fram á að það séu brýnir hagsmunir í húfi ef virkja á við Hnútu. Því er ótímabært að gera breytingar á skipulagi og festa þannig enn frekari í sessi þau virkjunaráform sem um ræðir. Ekki er um raforkuskort á svæðinu að ræða.

Umsögn um skipulags- og matslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022 vegna rennslisvirkjunar í Hverfisfljóti send Skaftárhreppi þann 16. desember 2020. 

Öræfin frá Skaftá í vestri austur að Skeiðarárjökli eru lítt snortin og fáfarin víðerni. Svæðið er tiltölulega vel gróið, landslagið er mjög fjölbreytt og margir staðir sem fáir hafa séð. Hér áttu Skaftáreldar, sögufrægast gos Íslands, uppruna sinn á langri gossprungu Lakagíga. Svæðið er ýmist innan Vatnajökulsþjóðgarðs eða mikilvægt jaðarsvæði hans.

Skaftáreldar (1783-4) höfðu mikil áhrif á vatnafarið á svæðinu, ekki síst á Skaftá og Hverfisfljót. Móðuharðindin sem fylgdu eldsumbrotum lögðust afar þungt á íslenska þjóð, drápu stóran hluta búsmala og höfðu áhrif á veðurfar og uppskeru víða um heim, jafnvel heimssöguna.

Þrjár stórar jökulár falla um þetta svæði. Austast er Djúpá og þar hafa myndast gljúfur eftir mikil flóð vegna eldvirkni í Síðujökli, en Núpahraun rann fyrir 6.000 árum. Vestar er Hverfisfljótið, því sem næst hrein jökulá sem enn er að grafar sér farveg um landið sem varð til eftir Skaftárelda. Gljúfur hennar eru talin einhver þau yngstu í heiminum. Vestast er Skaftá sem rennur á hrauni sem fyllti hennar fornu gljúfur, afleiðing af eldunum í Lakagígum.

Hverfisfljótið gróf sér farveg um landið sem varð til eftir Skaftárelda og gerbreytti þeim dal sem áður hét Fljótsdalur. Hér náði byggð nokkuð langt inn í landið fyrr á öldum og þarna voru skógar og fljótið þá kallað Raftalækur. Gljúfrið sem var fyrir Eld var lítt minna en gljúfur Skaftár sem var 200 m djúpt og 150 metra breitt fyrir Eld að sögn eldklerksins Jóns Steinsgrímssonar. Fljótið býr yfir skemmtilegum skessukötlum, mikilfenglegum gljúfrum og töfrandi fossum m.a. Lambhagafossum.

Hverfisfljót er hluti af þessari heild sem teygir sig frá Skaftá í vestri að Vatnajökli í austri. Verði fljótinu spillt með virkjun, verður svæðinu sem heild einnig spillt, m.a. víðernum í Vatnajökulsþjóðgarði.

Nú liggja fyrir afdráttarlausar niðurstöður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum virkjunar í Hverfisfljóti, dags. 3. júlí 2020, þar sem framkvæmdin fær óumdeilanlega falleinkunn.

Ekki hefur verið sýnt fram á brýna nauðsyn fyrir röskun á Skaftáreldahrauni

Skipulagsstofnun telur að ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauðsyn fyrir röskun á Skaftáreldahrauni, þ.e. brýna almannahagsmuni, sbr. lögskýringargögn við 61. gr. náttúruverndarlaga. Stofnunin telur að í ljósi sérstöðu Skaftáreldahrauns verði að gera kröfu um að sýnt sé fram á það með afdráttarlausum hætti í skipulagsgerð vegna framkvæmdaáformanna og áður en kemur til leyfisveitinga að brýnir almannahagsmunir krefjist þess að svo einstökum náttúruundrum sé raskað.

Ótímabært er að breyta skipulagi svo virkjunaráform séu fest í sessi

Stjórn Landverndar lítur því svo á að það sé algjörlega ótímabært að gera breytingar á deiliskipulagi og festa þannig enn frekari í sessi þau virkjunaráform sem um ræðir. Bæði með hliðsjón af náttúruverndarlögum og niðurstöðu Skipulagsstofnunar er það hlutverk Skaftárhrepps að sýna fram á að það séu brýnir hagsmunir í húfi ef virkja á samkvæmt þeim auglýstu áformum. Í þessu tilviki er ekki um raforkuskort að ræða og því engin ástæða til þess að virkja í Skaftárhreppi sem innan tíðar mun búa við eitt mesta raforkuöryggi landsins. Mikið er búið að bæta línulagnir, tengivirki við Prestbakka hefur verið endurnýjað og brátt kemst Hnappavallatengivirkið í gagnið.

Þá bendir stjórn Landverndar á að skv. skipulagslögum eru skipulagsbreytingar sveitarfélaga stefnumótandi fyrir þau. Sú ákvörðun að setja virkjunina inn á skipulag lýsir því vilja sveitafélagsins um að virkjunin verði byggð.

Stjórn Landverndar lítur þessar breytingar alvarlegum augum þar sem sú varanlega eyðilegging sem virkjunin mun valda á einstakri náttúru Skaftárhrepps er ljós. Stjórn Landverndar er boðin og búin að hitta sveitastjórn og ræða málið eða veita aðra aðstoð ef eftir henni er óskað.

Virðingarfyllst,

f.h. stjórnar Landverndar

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Óboðlegt sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Landvernd skilaði umsögn um rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. í Seyðisfirði með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Umhverfisáhrif af opnu sjókvíaeldi eru mikil, ...
Lesa meira

Umsögn Landverndar um fimm virkjanakosti rammáætlunar

Það er áhyggjuefni að fjórir af fimm virkjanakostum hafi verið settir í nýtingarflokk, sérstaklega í ljósi þess að varúðarnálgun var ekki beitt sem skyldi.
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.