Skaftárhreppur_vindorkuver_Landvernd (1)

Orkuvinnsla í Skaftárhreppi í mótsögn við yfirlýst markmið

Fyrirhuguð orkuuppbygging spillir því góða starfi sem Skaftárhreppur hefur verið í um framþróun samfélagsins í sátt við náttúru svæðisins. Með orkuuppbyggingu yrðu mikil náttúruspjöll unnin með samþykki sveitastjórnar. Miklu vænlegra, sjálfbærara og varanlegra væri að halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið í sveitarfélaginu.

Stjórn Landverndar hefur kynnt sér vinnslutillögu vegna nýs aðalskipulags Skaftárhrepps. Umsögn Landverndar má finna í heild sinni neðst í greininni.

Vinnslutillagan er yfirgripsmikið og gagnlegt skjal og góður grunnur að vinnu við gerð aðalskipulags og hún nær til fjölmargra þátta í starfsemi sveitarfélagsins. Stjórnin hefur jafnframt verulega áhyggjur af nokkrum afar mikilvægum stefnumarkandi atriðum sem koma fram í drögunum og hvetur sveitarfélagið til að endurskoða afstöðu sína til þeirra. 

Óspillt og verðmæt náttúra

Skaftárhreppur býr yfir gríðarlega mikilli óspilltri og verðmætri náttúru og mikilvægasta atvinnugrein sveitafélagsins, ferðaþjónustan, byggir á því ríkidæmi. Ferðamenn koma ekki í Skaftárhrepp til að gista á hóteli, skoða virkjanir eða keyra á vegum. Þeir koma til að skoða einstæða óspillta náttúru. Í þessu ljósi saknar stjórn Landverndar áherslu á náttúruvernd sem gegnumgangandi stef í í áformuðu aðalskipulagi þar sem náttúrunni er skipaður sá sess sem þessi staðreynd gefur tilefni til.

Mjög jákvætt er að sveitafélagið fyrirhugar hverfisvernd fyrir mörg svæði, en Landvernd hefði viljað sjá aukna áherslu á hefðbundar friðlýsingar sem veita mun betri og skýrari vernd og aukna áherslu á stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs og eflingu Kötlu jarðvangs. Stjórn Landverndar hvetur sveitarfélagið til að skoða með jákvæðum huga hvort ekki megi stækka mörk Vatnajökulsþjóðgarðs svo hann nái til svæða á miðhálendinu sem í dag njóta hverfisverndar (bls. 106).

Engir brýnir almannahagsmunir að opna á orkuvinnslu

Stjórn Landverndar varar við því að opna á orkuvinnslu í sveitafélaginu eins og gert er í vinnslutillögu aðalskipulags. Með því yrðu fest í sessi óafturkræf virkjanaáform eins og vindorkuver, virkjun Skaftár í Skaftárdal og virkjun Hverfisfljóts við Hnútu. Sveitastjórn Skaftárhrepps hefur ekki sýnt fram á hvaða brýnu almannahagsmunir liggja að baki áformum um orkuuppbyggingu í sveitafélaginu.

Afhendingaröryggi raforku á svæðinu verður innan tíðar með því besta sem gerist á landinu þegar nýtt tengivirki við Hnappavelli kemst í gagnið. Þá eru áform um endurnýjun á tengivirkinu við Prestbakka. Því telur Landvernd að orkuvinnsla í Skaftárhreppi sé algjörlega óþarft rask og í mótsögn við yfirlýst markmið sveitafélagsins um vernd náttúru og umhverfis. Frekar skuli sveitarfélagið stuðla að bættu raforkudreifikerfi sem nú þegar er til staðar og leita betri leiða í sátt við náttúru og samfélag.

Vænlegra að vera í sátt við náttúruna á svæðinu

Miklu vænlegra, sjálfbærara og varanlegra væri að halda áfram því góða starfi sem Skaftárhreppur hefur verið í um framþróun samfélagsins í sátt við náttúru Skaftárhrepps. Fyrirhuguð orkuuppbygging spillir því góða starfi þar sem mikil náttúruspjöll yrðu þá unnin með samþykki sveitastjórnar. Framtíð í atvinnuuppbyggingu sem byggir á sérstöðu svæðisins er mun bjartari en sú sem byggir á eyðileggingu hennar. Aukin orkuvinnsla mun ekki leiða til varanlegra jákvæðra áhrifa á atvinnu og verðmætasköpun en gæti haft afar neikvæð áhrif á ímynd sveitarinnar og þar með viðhorf ferðamanna og afkomu ferðaþjónustu þegar til lengri tíma er litið.

Þá bendir stjórn Landverndar á að skv. skipulagslögum eru skipulagsbreytingar sveitarfélaga stefnumótandi fyrir þau. Sú ákvörðun að setja orkuuppbyggingu inn á skipulag lýsir því vilja sveitarfélagsins um að vindorkuver og vatnsaflsvirkjanir verði byggðar.

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.