Stöndum vörð um náttúru Íslands Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Landvernd virðir íslenska náttúru og styður sjálfbæra nýtingu hennar. Taktu afstöðu og vertu með! landvernd.is

Umsögn Landverndar um auglýsta breytingu á Skipulagi Miðhálendisins

Í tillögu að breytingu á staðfestu svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015 er gert ráð fyrir byggingu hálendismiðstöðvar við Skálpanes.

Í tillögu að breytingu á staðfestu svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015 er gert ráð fyrir því að reisa „hálendismiðstöð“ á Skálpanesi við Langjökul. Afar óheppilegt er ef samvinnunefnd um Miðhálendi Íslands myndi gera slíka grundvallarbreytingu á skipulagi Miðhálendisins núna þegar útlit er fyrir að nefndin verði aflögð og umhverfisráðherra falið að marka stefnu svæðisins í sérstöku landsskipulagi, sbr. fyrirliggjandi drög að frumvarpi til skipulagslaga.

Samvinnunefnd miðhálendis
Skúlagötu 21
101 Reykjavík

13. október 2006

Efni: Athugasemdir Landverndar við tillögu um breytingar á Svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015.

Stjórn Landverndar hefur kynnt sér tillögu Samvinnunefndarinnar um breytingu á staðfestu svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands 2015 þar sem gert er ráð fyrir því að reisa „hálendismiðstöð“ á Skálpanesi við Langjökul. Við skoðun á áformum þeirra sem huga á framkvæmdir á svæðinu kom í ljós að ekki er um hefðbundna hálendismiðstöð að ræða heldur „afþreyingarhótel“ eins og fram kemur í meðfylgjandi grein úr fréttablaðinu Glugginn 13. október. Með því að gera ráð fyrir slíku hóteli inni á miðhálendinu væri verið að gera grundvallarbreytingu á nýtingu miðhálendisins. Afar óheppilegt er ef samvinnunefnd um Miðhálendi Íslands myndi gera slíka grundvallarbreytingu núna þegar útlit er fyrir að nefndin verði aflögð og umhverfisráðherra falið að marka stefnu svæðisins í sérstöku landsskipulagi, sbr. fyrirliggjandi drög að frumvarpi til skipulagslaga.

Hugmyndir um ferðaþjónustumiðstöð við Langjökul voru ræddar á aðalfundi Landverndar þann 29. apríl s.l. Fundurinn sendi frá sér ályktun þar sem Samvinnunefnd um miðhálendið er hvött til þess að hafna hugmyndum um ferðaþjónustumiðstöð við Langjökul, sbr. meðfylgjandi bókun aðalfundar. Sjónarmið Landverndar um að hálendið skuli gert að griðarsvæði hefur fengið jákvæða umfjöllun eins og sjá má í meðfylgjandi leiðara Morgunblaðsins 2. maí s.l. þar sem m.a. segir: „Nú dettur mönnum í hug að byggja hótel í námunda við Langjökul og augljóst af greinaskrifum formanns Samvinnunefndar um miðhálendið hér í Morgunblaðið að hann hefur engan skilning á því hvaða verðmæti eru hér í húfi.“ Með vísan í bókun aðalfundar Landverndar og skrif Morgunblaðsins í framhaldi af bókuninni má ætla að áform um hótel á miðhálendinu yrðu afar umdeild.

Minnt er á að í svæðisskipulaginu er lögð áhersla á „mannvirkjabelti“ – sjá bls 70. En þar er sérstök áhersla lögð á eftirfarandi:
„Allri meirihátttar mannvirkjagerð verði haldið innan ákveðinna brauta, s.k. mannvirkjabelta. Á mannvirkjabeltum eru aðalfjallvegir [……] helstu þjónustusvæði ferðamanna; jaðarmiðstöðvar, hálendismiðstöðvar og hluti skálasvæða. ….“

Í tillögunni er gert ráð fyrir því að hálendismiðstöð á „almennu verndarsvæði“ í jaðrinum á „náttúruverndarsvæði“ það er því vandséð að tillagan samræmaist áhersluatriðum svæðisskipulagsins þar sem ekki er um „mannvirkjabelti“ að ræða á þessum slóðum.

Á bls. 82 í skipulaginu kemur fram að:
„Við endurskoðun skipulagsins er gert ráð fyrir að þjónustustöðvum geti helst fjölgað á jaðarsvæðum hálendisins og í tengslum við aðalfjallvegi, stofnvegi hálendisins.“

Sú staðsetning sem hér er lögð til er ekki á jaðarsvæði hálendisins né heldur við aðalfjallveg eða stofnveg heldur er hún í jaðri náttúruverndarsvæðis þar sem síst ætti að gera ráð fyrir mannvirkjum. Tillagan samræmist því ekki því sem fram kemur um endurskoðun á skipulaginu.

Í fyrirliggjandi tillögu að drögum að frumvarpi um skipulagsslög er gert ráð fyrir því að Samvinnunefnd Miðhálendisins verði aflögð og að heildstæð stefnumörkun fyrir Miðhálendið verði í höndum umhverfisráðherra sem fjalla á um svæðið í landsskipulagi. Landvernd telur afar óheppilegt ef samvinnunefndin myndi nú á sínum síðustu dögum samþykkja jafn miklar grundvallar breytingar og hér eru lagaðar til.

Virðingarfyllst
Bergur Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Landverndar.

Meðfylgjandi er:
• Bókun aðalafundar Landverndar um að hálendi Íslands verði griðarsvæði.
• Leiðari Morgunblaðsins 2. maí 2006 þar sem tekið er undir bókun aðalfundar Landverndar.
• Forsíða fréttablaðsins Glugginn 13. október þar sem greint er frá hugmyndum Afþreyingarfélagsins um fjallahótel við Skálpanes.

Nýlegar umsagnir

Matskýrsla um efnistöku á Mýrdalssandi

Höfnum stórtækri námuvinnslu á Mýrdalssandi

Stjórn Landverndar telur að verkfræðistofan Efla, sem mat umhverfisáhrif efnistöku á Mýrdalssandi, hafi fallið í þá gryfju að leggja áherslu á að réttlæta framkvæmdina.

Lesa meira

Aðkoma almennings takmörkuð með frumvarpinu – Skipulagslög

Breytingarnar sem hér er lýst eru veigamiklar, takmarka möguleika almennings til þess að standa vörð um umhverfi sitt og eru unnar án aðkomu umhverfisverndarsamtaka.

Lesa meira

Fyrir fólkið eða stóriðjuna? – Blöndulína 3

Ljóst er að mikil náttúruverðmæti hvíla á þessari ákvörðun. Með aukinni flutningsgetu verður möguleiki á því að auka við stóriðjuna. Þegar línan hefur svo náð sinni hámarks flutningsgetu, mun skapast sami þrýstingur á að raflínurnar verði enn burðugri.

Lesa meira
Matskýrsla um efnistöku á Mýrdalssandi

Höfnum stórtækri námuvinnslu á Mýrdalssandi

Stjórn Landverndar telur að verkfræðistofan Efla, sem mat umhverfisáhrif efnistöku á Mýrdalssandi, hafi fallið í þá gryfju að leggja áherslu á að réttlæta framkvæmdina.

Lesa meira

Aðkoma almennings takmörkuð með frumvarpinu – Skipulagslög

Breytingarnar sem hér er lýst eru veigamiklar, takmarka möguleika almennings til þess að standa vörð um umhverfi sitt og eru unnar án aðkomu umhverfisverndarsamtaka.

Lesa meira

Fyrir fólkið eða stóriðjuna? – Blöndulína 3

Ljóst er að mikil náttúruverðmæti hvíla á þessari ákvörðun. Með aukinni flutningsgetu verður möguleiki á því að auka við stóriðjuna. Þegar línan hefur svo náð sinni hámarks flutningsgetu, mun skapast sami þrýstingur á að raflínurnar verði enn burðugri.

Lesa meira

Eflum almenningssamgöngur í stað þess að raska náttúrunni – Breikkun Suðurlandsvegar

Landvernd hefur hvatt til meiri áherslu á að styrkja almenningssamgöngur á milli höfuðborgarinnar og sveitarfélaganna fyrir austan fjall. Góðar og tíðar almenningssamgöngur geta komið í stað umfangsmikill og náttúruspillandi vegaframkvæmda.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top