Flutningaskip og gámar. Árangurstenging kolefnisgjalds gæti gagnast.

Umsögn: Nauðsynlegt að hækka kolefnisgjald

Til þess að árangur náist af því að hækka kolefnisgjald verður að hækka það verulega fyrst. Landvernd styður við árangurstengingu kolefnisgjalds.

Umsögn Landverndar um tillögu til þingsályktunar um árangurstengingu kolefnisgjalds, 52. mál, 151. löggjafarþing 

Stjórn Landvernd hefur kynnt sér ofangreinda tillögu og styður hana. Stjórnin telur þó enn brýnna að hækka kolefnisgjald verulega.  

Eins og komið hefur fram í mörgum umsögnum Landverndar um loftslagsmál telur stjórn samtakanna að hátt kolefnisgjald eða öllu heldur gjald á losun gróðurhúsalofttegunda, sé nauðsynleg og réttlát leið til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Eins og við allar álögur þarf þó að gæta að áhrifum á mismunandi  þjóðfélagshópa þannig að gjöldin leggist ekki hlutfallslega þyngst á þá sem minna mega sín.  Með kolefnisgjaldi er mengunarbótareglan (polluter pays principle) virkjuð.  

Alþjóðastofnanir og nágranalönd okkar hafa sýnt fram á að hátt og sanngjarnt kolefnisgjald virkar vel og er skilvirk sé það vel út fært. Með góðri útfærslu má koma í veg fyrir að það hafi neikvæð áhrifa á almennan efnahag. Kolefnisgjald í Svíþjóð1. og British Columbia í Kanada2 hefur haft jákvæð áhrif á samdrátt í losun án þess að hafa neikvæð áhrif á efnahaginn.  Loftslagsráð Danmerkur telur hátt gjald á alla losun gróðurhúsaloftegunda lykilaðgerð til að ná markmiðum landsins um 70% samdrátt í losun GHL fyrir árið 20303. Nýleg rannsókn sýnir að í þeim löndum sem kolefnisgjald hefur verið notað hefur það ekki haft neikvæð áhrif á efnahaginn4. Þá hafa OECD5 og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn6 gefið út að kolefnisgjaldið verði að hækka til þess að ná Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt viðmiðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) þyrfti að tvö- til þrefalda kolefnisgjald á Íslandi til þess að það hefði tilætluð áhrif.   

Stjórn Landverndar telur það mikinn kost að hátt kolefnisgjald nái til allra geira og losunar á öllum gróðurhúsalofttegundum. Hægt er að tryggja að tekjulágir hópar beri ekki óeðlilega þunga byrði með mótvægisaðgerðum. Einnig má nýta gjaldið til að stofna sjóði sem styður aðgerðir (fjárfestingar í nýrri og betri tækni) til að draga úr losun þannig að gjaldið renni aftur til viðkomandi atvinnugreinar. Líta má til reynslu Norðmanna af sjóði sem stofnaður var með því að leggja gjöld á losun7 og hefur skilað afar góðum árangri. Ekki er ráðlegt að byggja fjáröflun ríkissjóðs til lengri tíma á umhverfisgjöldum þar sem hlutverk þeirra er með tímanum að draga úr mengun og með þeim hætti að leysa þann vanda sem mengunin veldur, og þar með dragast tekjur af umhverfisgjöldum saman um leið og vandinn leystist. 

Að tengja gjaldið árangri í loftslagsmálum er áhugaverð hugmynd og hvetjandi, en eins og segir í greinagerð með tillögunni er viðbragðstíminn á Íslandi of hægur.  Bráðabirgðatölur um losun Íslands árið 2019 komu frá Umhverfisstofnun komu ekki fyrr en í lok september árið 2020.  Stjórn Landverndar tekur undir að fyrirkomulag við birtingu upplýsinga vegna losunarbókhalds verði skoðað og bætt.  Með kolefnisbókhaldi þyrfti að vera hægt að tengja saman aðgerðir og árangur með skýrum hætti, það eitt og sér gæti hvatt til frekari árangurs.   

Þá telur Landvernd að kolefnisgjaldið verði að hækka í skrefum, í samræmi ráð IMF, svo það verði þrefalt  hærra núverandi gjald.    

Landvernd tekur ekki undir hugmyndir í greinagerð um að kolefnisgjaldinu verði veitt til þeirra sem losa mest en leggur til að stjórnvöld skoði reynslu Norðmanna af svo kölluðum NOx-sjóði.  

Virðingarfyllst, 

f.h. stjórnar Landverndar 

Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri 

 

1 Miljödepartementet, Regeringen (2019). En samlad politik för klimatet – klimatpolitisk handlingsplan. Prop.
2019/20:65
2 sjá til dæmis A. Yamazaki (2017) Jobs and climate policy: Evidence from British Columbia’s revenue-neutral carbon tax. J Env Econom and Man 83 pp. 197-216 og umfjöllun Kathryn Harrison frá 2019 í Policy Options Politiques, Lessons from British Colombias Carbon tax.
3 Klimarådet (2020) Kendte veje og nye spor til 70 procents reduktion, Klimarådet, Kaupmannahöfn.
4 sjá nokkrar greinar í Climate Change Economics (2018) vol 9 issue 1 Ed. Robert Mendelson
5 OECD (2019). Taxing Energy Use 2019: Using Taxes for Climate Action, OECD Publishing, Paris,
6 International monetary fund (2019). Fiscal monitor – How to Mitigate Climate Change. IMF publishing,
Washington

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.