Okkar hlutverk er að vernda einstaka náttúru Íslands, landvernd.is

Þingsályktunartillaga um vernd og nýtingu landsvæða

Þingsályktunartillaga um vernd og nýtingu landsvæða. Umsögn Landverndar.

Stjórn Landverndar tekur undir umsögn 13 náttúruverndarsamtaka um drög að þingsályktunartillögu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem send var ráðherrum iðnaðar og umhverfis þann 11. nóvember sl. Náttúruverndarþing 2012 sem haldið var 28. apríl sl. lýsti einnig yfir stuðningi við sömu umsögn. Stjórn Landverndar er fylgjandi þeirri aðferðafræði að skipta virkjanahugmyndum í orkunýtingar-, bið- og verndarflokka og telur það auðvelda yfirsýn, upplýsta ákvarðanatöku og langtíma stefnumörkun við vernd og orkunýtingu landsvæða.

Stjórn Landverndar telur að fyrirliggjandi þingsályktunartillaga sé langt frá því að taka nægilegt tillit til til nokkurra afar mikilvægra þátta við jafn þýðingarmikla stefnumótun og gerð verndar- og orkunýtingaráætlunar er. Þar ber helst að nefna: (i) varúðarreglu umhverfisréttar og óvissu um áhrif virkjana, ekki síst í jarðvarma, (ii) hver raunveruleg þörf á orkuöflun á næstu árum er, og (iii) skyldu sveitarfélaga til að staðfesta verndar- og orkunýtingaráætlunar í skipulagsáætlunum sínum.

Lesa umsögn Landverndar: Umsögn við tillögu að þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, mál 727.

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Sorry, we couldn't find any posts. Please try a different search.

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.