Landeyjarhofn_vefur

Áform um stórtækan útflutning efnis af hafsbotni

Að mati Landverndar er efnistaka upp á 2 milljónir tonna óraunhæf og í andstöðu við markmiðið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda næstu tvo áratugina.

Fyrirhugað er að vinna til útflutnings 60 – 75 milljónir m3 af efni meðfram og út frá strandlengjunni við Landeyjahöfn utan netalaga. Vinnslutíminn er áætlaður 30 ár miðað við að árleg efnistaka sé um 2 milljónir m3.

Efnistaka í sjó við Landeyjahöfn er háð leyfi Orkustofnunar í samræmi við lög nr. 73/1990, með síðari breytingum, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins og skipulag á haf- og strandsvæðum. 

Ljóst að hér er um gríðarlega stórtæk áform að ræða þar sem áhrifin yrðu af áður óþekktri stærðargráðu þegar kemur að efnistöku af sjávarbotni við Íslandsstrendur. 

Stjórn Landverndar telur að Skipulagsstofnun verði að krefjast þess að matsskýrsla kveði skýrt á um væntan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda af framkvæmdinni og taka tillit til þess að efnið kemur í stað úrgangsefnis frá kolaorkuverum sem verða til taks hið minnsta næstu tvo áratugina en ekki sementsklinkers nema óbeint.

Að mati stjórnar Landverndar er efnistaka upp á 2 milljónir tonna óraunhæf og í raun í andstöðu við markmiðið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda næstu tvo áratugina. 

Landvernd vill  spyrja Skipulagsstofnun að því hvort ekki sé ástæða til þess að skyldar framkvæmdir eins og hafnaraðstaða og mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn verði metnar samhliða þessari framkvæmd.  

Að samanteknu er það mat Landverndar að það væri bæði fyrirtækinu og samfélaginu í Ölfusi og náttúrunni fyrir bestu að blása þetta verkefni af hið fyrsta. 

Draumórar um óheftan vöxt fiskeldis

Stjórn Landverndar telur skýrsluna vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er hversu miklum fjármunum af almannafé1 hefur verið varið til þessarar …

Lesa meira
Mengun frá kolaveri erlendis

Breytingar á lögum um loftslagsmál

Aðgerðir í loftslagsmálum eru sameiginlegt verkefni allra landsmanna og við sem samfélag þurfum að fá þær bestu upplýsingar sem fáanlegar eru til þess að meta hvað eru skynsamlegar og góðar ákvarðanir um aðgerðir. Nauðsynlegt er að almenningur hafi aðgang að þeim greiningum og gögnum sem loftslagsráð leggur til grunndvallar í sinni ákvarðanatöku.

Lesa meira

Svæðisskipulag Suðurhálendisins

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn áformum um þá miklu uppbyggingu vegamannvirkja á Suðurhálendinu sem koma fram í tillögu að svæðisskipulagi.

Lesa meira

Draumórar um óheftan vöxt fiskeldis

Stjórn Landverndar telur skýrsluna vera draumóra fiskeldisiðnaðarins og í raun gagnlítið plagg. Mjög alvarlegt er hversu miklum fjármunum af almannafé1 hefur verið varið til þessarar …

Lesa meira
Mengun frá kolaveri erlendis

Breytingar á lögum um loftslagsmál

Aðgerðir í loftslagsmálum eru sameiginlegt verkefni allra landsmanna og við sem samfélag þurfum að fá þær bestu upplýsingar sem fáanlegar eru til þess að meta hvað eru skynsamlegar og góðar ákvarðanir um aðgerðir. Nauðsynlegt er að almenningur hafi aðgang að þeim greiningum og gögnum sem loftslagsráð leggur til grunndvallar í sinni ákvarðanatöku.

Lesa meira

Svæðisskipulag Suðurhálendisins

Stjórn Landverndar leggst alfarið gegn áformum um þá miklu uppbyggingu vegamannvirkja á Suðurhálendinu sem koma fram í tillögu að svæðisskipulagi.

Lesa meira

Landeldi á laxi í Ölfusi

Fyrirtækið Geo Salmo hyggur á viðamikið landeldi á laxi í Ölfusi. Landvernd gerir ýmsar athugasemdir við áformin og vill nánari útskýringar á orkunotkun, breytingu á grunnvatni, hreinsun frárennslis, ásýnd landslags og vernd jarðminja m.a.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top