Landeyjarhofn_vefur

Áform um stórtækan útflutning efnis af hafsbotni

Að mati Landverndar er efnistaka upp á 2 milljónir tonna óraunhæf og í andstöðu við markmiðið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda næstu tvo áratugina.

Fyrirhugað er að vinna til útflutnings 60 – 75 milljónir m3 af efni meðfram og út frá strandlengjunni við Landeyjahöfn utan netalaga. Vinnslutíminn er áætlaður 30 ár miðað við að árleg efnistaka sé um 2 milljónir m3.

Efnistaka í sjó við Landeyjahöfn er háð leyfi Orkustofnunar í samræmi við lög nr. 73/1990, með síðari breytingum, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins og skipulag á haf- og strandsvæðum. 

Ljóst að hér er um gríðarlega stórtæk áform að ræða þar sem áhrifin yrðu af áður óþekktri stærðargráðu þegar kemur að efnistöku af sjávarbotni við Íslandsstrendur. 

Stjórn Landverndar telur að Skipulagsstofnun verði að krefjast þess að matsskýrsla kveði skýrt á um væntan samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda af framkvæmdinni og taka tillit til þess að efnið kemur í stað úrgangsefnis frá kolaorkuverum sem verða til taks hið minnsta næstu tvo áratugina en ekki sementsklinkers nema óbeint.

Að mati stjórnar Landverndar er efnistaka upp á 2 milljónir tonna óraunhæf og í raun í andstöðu við markmiðið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda næstu tvo áratugina. 

Landvernd vill  spyrja Skipulagsstofnun að því hvort ekki sé ástæða til þess að skyldar framkvæmdir eins og hafnaraðstaða og mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn verði metnar samhliða þessari framkvæmd.  

Að samanteknu er það mat Landverndar að það væri bæði fyrirtækinu og samfélaginu í Ölfusi og náttúrunni fyrir bestu að blása þetta verkefni af hið fyrsta. 

Landvarsla styður við náttúruvernd

Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn

Lesa meira

Grænbók um sjálfbært Ísland

Nánari skilgreiningu og djúpan skilning á orðinu sjálfbærni skortir í grænbók um sjálfbært Ísland.

Lesa meira

Stuðlagil – náttúruperlur og vindorkuver fara ekki saman

Risa vindorkuver í nágrenni Stuðlagils myndi tróna yfir svæðinu og aðkomu að því.

Lesa meira

Landvarsla styður við náttúruvernd

Landvernd tekur í einu og öllu undir með Landvarðafélagi Íslands í umsögn sinni Umsögn

Lesa meira

Grænbók um sjálfbært Ísland

Nánari skilgreiningu og djúpan skilning á orðinu sjálfbærni skortir í grænbók um sjálfbært Ísland.

Lesa meira

Stuðlagil – náttúruperlur og vindorkuver fara ekki saman

Risa vindorkuver í nágrenni Stuðlagils myndi tróna yfir svæðinu og aðkomu að því.

Lesa meira

Vindorkuver eiga ekki að fá afslátt þegar áhrif á umhverfið eru metin

Við eigum lög um orkunýtingu og vernd landssvæða – svokallaða rammaáætlun. Markmið þeirra er að skoða hvort orkunýting á ákveðnu svæði er fýsilegri en vernd svæðisins. Að sjálfsögðu er vindorkan þar ekki undanskilin.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top