Teigsskógur er einstakt svæði þar sem náttúrulegur birkiskógur mætir fjöru, landvernd.is

Vegabætur á Barðaströnd og náttúruvernd

Að mati stjórnar Landverndar má bæta vegasamgöngur á Barðaströnd án þess að skaða náttúruverðmæti svæðisins.

Stjórn Landverndar segir í athugasemdum við skýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegagerðar á Barðaströnd að það megi ná markmiðum um góðar vegasamgöngur á svæðinu án þess að skaða þau náttúruverðmæti sem svæðið óneitanlega býr yfir. Stjórnin telur að sú tillaga Vegagerðarinnar að vegurinn fari út með nesjum og þveri mynni Djúpafjarðar og Gufufjarðar sé ekki ásættanleg lausn þar sem þetta vegstæði valdi umtalsverðum umhverfisáhrifum. Stjórnin telur að tillaga Vegagerðarinnar um leið D, sem fylgi að verulegu leyti núverandi vegstæði, samræmist vel langtímasjónarmiðum um greiðar samgöngur með jarðgöngum og verndun verðmætrar náttúru svæðisins.

Greinargerð
Markmið framkvæmda er að bæta samgöngur innan Reykhólahrepps og af Hringvegi vestur um Vestur-Barðastrandasýslu til norðanverðra Vestfjarða. Í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum er fjallað um ólíka kosti í vegagerð frá Bjarkarlundi í Kollafjörð.

Í matsskýrslunni kynnir framkvæmdaraðili þrjá valkosti sem tilgreindir eru sem B, C og D. Allir munu þessi valkostir gera samgöngur greiðari, en hafa afar ólíkar afleiðingar fyrir umhverfi, náttúru og samfélag.

Í skýrslunni er vegagerðinni skipt í 3 áfanga. Áfangi 1 er vegagerð um Þorskafjörð, með eða án þverunar. Þverun Þorskafjarðar, á móts við núverandi raflínu, er að svo stöddu ekki talin réttlætanleg m.h.a. kostnaði. Áfangi 2 tengir Þorskafjörð vestur fyrir Gufufjörð og áfangi 3 eru vegabætur úr Gufufirði vestur í Kollafjörð. Svo virðist sem mest áríðandi sé að bæta samgöngur á þeim hluta leiðarinnar sem fellur undir áfanga 2.

Vegagerðin telur hyggilegast að velja kost B, sem er láglendis leið sem fer út með nesjum og þverar firði, en segir jafnframt að leið D komi til álita en mælir ekki með leið C.

Stjórn Landverndar tekur undir það álit Vegagerðarinnar að leið C sé ekki álitlegur kostur, en fellst ekki á þá skoðun Vegagerðarinnar að leið B sé ásættanlegur kostur með hliðsjón af umhverfisáhrifum. Í ljósi framlagðrar skýrslu telur stjórn Landverndar að ekki sé hægt að fallast á rök Vegagerðarinnar um að kostir leiðar B séu svo miklir að það réttlætti óumdeilanleg spjöll á náttúruverðmætum og menningarminjum á svæðinu.

Það er mat stjórnar Landverndar að unnt sé að bæta vegasamgöngur umtalsvert með því að velja leið D. Vegabætur skv. leið D, áfanga 2, fylgja að verulegu leyti núverandi vegastæði. Leið D felur í sér að búseta á svæðinu verður áfram í grennd við þjóðveginn og bætir það búsetuskilyrði og eykur öryggi vegfarenda. Leið D hefur einnig umtalsvert minni áhrif á umhverfið en leið C og margfalt minni áhrif en leið B. Leið D skaðar síður hagsmuni þeirra sumarhúsaeigenda sem hafa komið sér fyrir á svæðinu, en leiðir B og C, Jafnframt virðist sem minni hætta sé á því að leið D valdi skaða á menningarminjum en leiðir B og C.

Halli og krappar beygjur á Hjallahálsi og á ódrjúgshálsi eru tilgreind sem helstu ókostir við leið D, áfanga 2, í samanburði við leið B, áfanga 2. Í matsskýrslunni kemur fram að þessi vandkvæði eru viðráðanleg. Þannig segir að ,,vegurinn yfir Hjallaháls sé fullnægjandi miðað við umferð” og að ,,nýr vegur um ódrjúgsháls (hæst 150-150 m.y.s. ) yrði seint til vandræða hvað öryggi varðar og vart hvað varðar greiðfærni” (skýrsla: Vestfjarðarvegur um Gufudalssveit, Leiðarval, September 2005, bls. 7 og 15).

Þegar litið er til samgangna í víðu samhengi er Klettsháls megin hindrun í samgöngum á svæðinu. Af þessum sökum yrði ávinningur þess að færa samgöngur að ströndinni af Hjallahálsi og ódrjúgshálsi með leið B ekki eins mikill og gefið er í skyn í skýrslunni.

Valkostur D, áfangi 2, hefur einnig þann kost að hann opnar fyrir mögulega vegtengingu með jarðgöngum undir Gufudalsháls, sem væntanlega yrði raunhæfur kostur innan fárra ára. Í greinargerð Gunnlaugs Péturssonar verkfræðings eru færð haldgóð rök fyrir því að göng á milli Gufufjarðar og Kollafjarðar geti verið arðsöm með hliðsjón af kostnaði við vegstyttingu (bls. 23 í skýrslu Gunnlaugs Péturssonar um skýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar (60), desember 2005 – drög). Meðan verið væri að kanna þann mögulega betur væri ástæða til að bíða með þverun Gufufjarðar, en sú þverun veldur talsverðum áhrifum á umhverfi og náttúru. Til lengri tíma litið má sjá fyrir sér jarðgöng undir ódrjúgsháls og Hjallaháls og með þeim göngum yrðu skilyrði fyrir vegasamgöngur á svæðinu afar góð.

Megin niðurstaða skýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar frá Bjarkalundi að Eyri er að mati stjórnar Landverndar, að til lengri tíma litið megi með því að velja leið D ná markmiðum um góðar vegasamgöngur á svæðinu án þess að skaða þau náttúruverðmæti sem svæðið óneitanlega býr yfir.

Stjórn Landverndar telur því að hafna beri leiðum B og C þar sem þær falla síður að markmiðum um sjálfbæra þróun en leið D, áfangi 2. Leið D sameinar langtímasjónarmið um greiðar samgöngur og verndun verðmætrar náttúru svæðisins. Þá telur stjórn Landverndar að færa megi haldgóð rök fyrir því að vegagerð skv. leið B í áfanga 2 myndi valda umtalsverðum umhverfisáhrifum.

Nýlegar umsagnir

Klausturselsvirkjun

Stjórn Landverndar hefur sent Skipulagsstofnun umsögn þar sem fjöldi athugasemda er gerður við matsáætlun um risavaxið vindorkuver í landi Klaustursels á Fljótsdalsheiði.
Landvernd leggst alfarið gegn þessum áformum sem myndu valda óafturkræfum spjöllum á viðkvæmum heiðalöndum.

Lesa meira

Höfnum lögum sem virða lítils rétt almennings og náttúru Íslands

Landvernd skorar á Alþingi að fella úr gildi lög sem heimila veitingu bráðabirgðaleyfa til vissrar starfsemi þó að gilt umhverfismat hafi ekki farið fram.
Landvernd skorar einnig á Alþingi að hafna nýju frumvarpi sem kveður á um að öll starfsemi og framkvæmdir geti fengið bráðabirgðaleyfi án umhverfismats. Með þessu nýja frumvarpi er verulega dregið úr mikilvægi þess að umhverfisáhrif verði metin af alvöru, heldur draga lögin taum framkvæmdaaðila, t.d. í fiskeldi.

Lesa meira

Lögum breytt í þágu náttúrunnar

Með nýju frumvarpi til laga um úrskurðar- og auðlindanefnd yrði almenningi og umhverfissamtökum loks tryggður sami réttur og framkvæmdaaðilum til að beita sér í málefnum náttúrunnar.

Lesa meira

Klausturselsvirkjun

Stjórn Landverndar hefur sent Skipulagsstofnun umsögn þar sem fjöldi athugasemda er gerður við matsáætlun um risavaxið vindorkuver í landi Klaustursels á Fljótsdalsheiði.
Landvernd leggst alfarið gegn þessum áformum sem myndu valda óafturkræfum spjöllum á viðkvæmum heiðalöndum.

Lesa meira

Höfnum lögum sem virða lítils rétt almennings og náttúru Íslands

Landvernd skorar á Alþingi að fella úr gildi lög sem heimila veitingu bráðabirgðaleyfa til vissrar starfsemi þó að gilt umhverfismat hafi ekki farið fram.
Landvernd skorar einnig á Alþingi að hafna nýju frumvarpi sem kveður á um að öll starfsemi og framkvæmdir geti fengið bráðabirgðaleyfi án umhverfismats. Með þessu nýja frumvarpi er verulega dregið úr mikilvægi þess að umhverfisáhrif verði metin af alvöru, heldur draga lögin taum framkvæmdaaðila, t.d. í fiskeldi.

Lesa meira

Lögum breytt í þágu náttúrunnar

Með nýju frumvarpi til laga um úrskurðar- og auðlindanefnd yrði almenningi og umhverfissamtökum loks tryggður sami réttur og framkvæmdaaðilum til að beita sér í málefnum náttúrunnar.

Lesa meira

Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa

Stjórn Landverndar saknar umfjöllunar um slæmt ástand landsins og fjölda vistkerfa í hnignun eða sem eru hrunin í nýrri Grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa. Ennfremur vantar aðgerðir til að stöðva ósjálfbæra landnýtingu.

Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif. 

Scroll to Top