Náttúra Íslands er einstök og þarf hún að fá að njóta vafans. Verndum náttúruna, landvernd.is

Verdun Þjórsárvera verði forgangsverkefni

Úttekt á náttúruverndargildi Þjórárver gefur tilefni til að ætla að svæðið gæti átt heima á Heimsminjaskrá Unesco.

Tveir alþjóðlega viðurkenndir sérfræðingar, þeir Jack D. Ives frá Kanada og Roger Crofts frá Skotlandi, hafa lagt mat á alþjóðlegt verndargildi Þjórsárvera. Þeir Ives og Crofts hafa víðtæka alþjóðlega reynslu af náttúruverndarmálum, þeir þekkja vel til Íslands og hafa setið í matshópum Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN) vegna Heimsminjaskrár. Þeir veittu m.a. umsögn þegar Þingvellir voru nýlega teknir til umfjöllunar og síðar skráðir á Heimsminjaskrá. Megin niðurstöður þeirra eru:

1. Náttúruverndargildi Þjórsárvera er afar hátt, jafnt á landsvísu sem alþjóðlega og líta ber sérstaklega til þess landslags sem umlykur svæðið.

2. Núverandi mörk friðlandsins eru algjörlega ófullnægjandi og endurspegla ekki þau verðmæti sem er að finna á svæðinu. Þeir leggja áherslu á mikilvægi Hofsjökuls fyrir svæðið og telja að hann ætti að njóta friðunar sem og gljúfrin með fossunum í Þjórsá að Sultartangalóni.

3. Áformuð mannvirki, og þá sérstaklega stíflur, skurðir og veitur undir Hofsjökli (sem áður gekk undir nafninu Kvíslaveita 6), hafi afar neikvæð áhrif á náttúru og landslag.

4. Þjórsárver geta komið til greina á heimsminjaskrá UNESCO verði svæðinu ekki raskað frekar og verði verndarsvæðið stækkað.

Stjórn Landverndar tekur undir framangreind sjónarmið Crofts og Ives. Telur stjórnin mikilvægt að viðkomandi sveitarstjórnir, umhverfisráðherra, Umhverfisstofnun, umhverfisnefnd Alþingis og Landsvirkjun taki málið til skoðunar í ljósi þeirra greinargerða sem nú liggja fyrir.

Stjórnin telur að niðurstöður þeirra Crofts og Ives staðfesti mat faghóps I sem fram kemur í skýrslu um 1. áfanga rammaáætlunar. Í þeirra rannsókn falla samvegin náttúruverðmæti Þjórsárvera í efsta sæti í samanburðarmati á 41 svæði á Íslandi.

Að mati stjórnar Landverndar er það eitt brýnasta verkefnið í náttúruvernd á Íslandi í dag að stækka verndarsvæðið þannig að það falli að náttúrulegum mörkum Þjórsárvera. Jafnframt er mikilvægt að líta til hugmynda þeirra Crofts og Ives um verndun þeirra fjalla og jökla sem móta stórbrotna umgjörð svæðisins. þ.e. Kerlingafjöll í vestri og Hofsjökull í norðri. Samtímis er ástæða til að taka upp viðræður við skrifstofu Heimsminjaskrár UNESCO í þeim tilgangi að kanna hvort þetta svæði eigi ekki heima á Heimsminjaskrá.

Stjórn Landverndar telur að leggja beri öll áform um virkjanir til hliðar á meðan á þessum athugunum stendur. Það ætti að vera auðvelt þar sem engin brýn þörf er fyrir orkuna og reynslan sýnir að það má mæta hugsanlegri eftirspurn eftir raforku með öðrum kostum.

Lesa skýrslu Ives

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.