Við getum öll haft áhrif! ráðstefna Skóla á grænni grein fer fram í Verzlunarskóla Íslands föstudaginn 7. febrúar kl. 8:30-16:00.
Á ráðstefnunni verður fjallað um þær áskoranir sem fylgja skólastarfi á tímum loftslagsbreytinga og verður sjónum beint að valdeflandi aðferðum og verkfærum sem nota má með nemendum.
Skólastarf á tímum loftslagsbreytinga
Hvernig getum við unnið gegn loftslagskvíða?
Dagskrá ráðstefnunnar er sem hér segir:
8:30-9:00 – Mæting og skráning á vinnustofur
9:00-9:10 – Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setur ráðstefnuna og opnar nýja heimasíðu Skóla á grænni grein
9:10-9:35 – Andri Snær Magnason, rithöfundur, flytur erindi um loftslagsbreytingar
9:35-10:00 – Loftslagskvíði – Sóley Dröfn Davíðsdóttir og Hulda Jónsdóttir Tölgyes, sálfræðingar á Kvíðameðferðarstöðinni flytja erindi um loftslagskvíða. Sækja kynningu.
10:00-10:20 – Kaffi og hraðstefnumót
Vinnustofur
Þátttakendur skrá sig á tvær vinnustofur í upphafi ráðstefnu.
10:20-11:15 – Vinnustofur, fyrra holl
Grænfáninn sem áfangi fyrir framhaldsskóla og elstu bekki grunnskóla –
Stofa 1 Katrín Magnúsdóttir, verkefnisstjóri Skóla á grænni grein og Margrét Auðunsdóttir, framhaldsskólakennari. SÆKJA KYNNINGU.
Hreint haf Nýtt valdeflandi námsefni um haflæsi fyrir grunn- og framhaldsskóla – Stofa 3
Margrét Hugadóttir, sérfræðingur hjá Skólum á grænni grein. SÆKJA KYNNINGU.
Matarsóun – nýtt námsefni um matarsóun fyrir grunnskóla – Stofa 4
Rannveig Magnúsdóttir, sérfræðingur hjá Landvernd og Jóhanna Höskuldsdóttir,grunnskólakennari
Lífbreytileiki og loftslagsbreytingar – námsefni fyrir leikskóla og yngsta stig – Stofa 2
Sigurlaug Arnardóttir, sérfræðingur hjá Landvernd og Sigurbjörg Friðriksdóttir, leikskólakennari. SÆKJA KYNNINGU.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna – heimsins stærsta kennslustund – Stofa 6
Vera Knútsdóttir framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Útinám fyrir leik- og grunnskóla – Bílastæði við aðalinngang, Ofanleiti).
Guðrún María Ólafsdóttir, verkefnisstjóri Miðstöðvar um útivist og útinám hjá Reykjavíkurborg
Flóttamenn og loftslagsbreytingar, námsefni fyrir grunnskóla – Stofa 7
Ingibjörg Sveinsdóttir, Katrín Cyrusdóttir og Sigrún Cortes, grunnskólakennarar. SÆKJA KYNNINGU.
11:20-12:15 – Vinnustofur, seinna holl
Ungt umhverfisfréttafólk – verkefni fyrir framhaldsskóla (og elstu bekki grunnskóla) um miðlun umhverfismála – Stofa 1
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir, verkefnisstjóri Ungs umhverfisfréttafólks
Loftslagsbreytingar fyrir grunnskólanemendur – námsefni í mótun – Stofa 3
Margrét Hugadóttir, sérfræðingur hjá Skólum á grænni grein. SÆKJA KYNNINGU.
Matarsóun – nýtt námsefni um matarsóun fyrir grunnskóla – Stofa 4
Rannveig Magnúsdóttir, sérfræðingur hjá Landvernd og Jóhanna Höskuldsdóttir, grunnskólakennari
Lífbreytileiki og loftslagsbreytingar – námsefni fyrir leikskóla og yngsta stig – Stofa 2 Sigurlaug Arnardóttir, sérfræðingur hjá Landvernd og Sigurbjörg Friðriksdóttir, leikskólakennari. SÆKJA KYNNINGU
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna – heimsins stærsta kennslustund – Stofa 6Vera Knútsdóttir framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Útinám fyrir grunnskóla – Bílastæði við aðalinngang, Ofanleiti).
Guðrún María Ólafsdóttir, verkefnisstjóri Miðstöðvar um útivist og útinám hjá Reykjavíkurborg
Flóttamenn og loftslagsbreytingar, námsefni fyrir grunnskóla – Stofa 7
Ingibjörg Sveinsdóttir, Katrín Cyrusdóttir og Sigrún Cortes, grunnskólakennarar. SÆKJA KYNNINGU.
12:15-13:00 – Hádegisverðarhlaðborð frá Lux veitingum (sjá matseðil hér að neðan)
13:00-13:30 – Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra veitir viðurkenningar, ný myndbönd um minnkun neyslu verða sýnd.
13:30-14:30 – Menntabúðir, efni frá þátttakendum ráðstefnunnar
14:30-14:50 – Kaffi og hraðstefnumót
14:50-15:20 – Hildur Knútsdóttir, rithöfundur og stjórnarformaður Loftslagssjóðs, flytur erindi um þátt samfélagsins í að takast á við loftslagsbreytingar
15:20-15:30 – Svavar Knútur flytur tónlistaratriði
15:30-15:45 – Eydís Blöndal flytur erindi um loftslagsmál og loftslagskvíða
15:45-16:00 – Samantekt og ráðstefnuslit
16:00-17:00 – Léttar veitingar á bar Borgarleikhússins í boði fyrir alla þátttakendur
Hádegisverðarhlaðborð:
Djúpsteikt broccolini, vegan aioli & sítróna Grillað flatbrauð, avocado, sultaðir tómatar & dill Seljurótar taco, bakað seljurótarsalat, vegan Dill mæjó & karsi Grillaðir Ostrusveppir í tempura, vegan pestó & skógasúra Toffey rauðrófa, bygg, fáfnisgras & heslihnetu olia Little gem taco, grillað salat, vegan mæjó & granatepli Stökkt Blómkál, kimchi, laukar & kryddjurtir Grillað brauð, poppadum, hummus & paprikumauk Grillað zukini, korean dressing & stökk hrísgrjón
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Sendu línu á graenfaninn(hjá)landvernd.is ef þú hefur einhverjar spurningar
Vantar þig aðstoð?
Við getum hjálpað.
Rannveig Magnúsdóttir
Guðrún Schmidt
Sigurlaug Arnardóttir
Lúna Grétudóttir
Andrés Skúlason
Björg Eva Erlendsdóttir
Örn Guðnason
Mælst er með því að hver þátttökuskóli sendi tvo þátttakendur.
Skráningarfrestur er til föstudagsins 24. janúar. Mikilvægt er að allir þátttökuskólar sendi fulltrúa á ráðstefnuna. Skráningargjald er 3000 kr.