• Aðalfundur Landverndar 2025

    Tjarnarbíó Tjarnargata 12, Reykjavík

    Aðalfundur félagsins verður haldinn 23. maí næstkomandi. Við hvetjum alla félaga til að taka daginn frá. Stjórn Landverndar óskar eftir framboðum í stjórn en ár hvert er kosið í 5 embætti til tveggja ára. Í ár er kosið er í fjögur stjórnarsæti auk formannsembættis. Kjörgengir í stjórn eru skráðir félagar og fulltrúar félaga og samtaka […]

  • Fræðsluganga í Heiðmörk

    Lagt verður af stað frá Elliðavatnsbænum kl. 18:00, mánudaginn 26. maí.Gangan tekur um tvo tíma og endar á sama stað. Viðburðurinn er í boði Landverndar, Ferðafélags Íslands og Skógræktarfélags Reykjavíkur. Gott aðgengi almennings að grænum svæðum hefur ómetanlegt gildi fyrir lýðheilsu og samfélag. Almannarétturinn tryggir fólki náttúruupplifun, en þekking á náttúrunni styður jafnframt við náttúruvernd. […]

  • Fuglalíf við Sogið

    Alviðra

    Sogið og umhverfi þess er fuglaparadís. Laugardaginn 7. júní kl. 14:00 munu tveir félagar í Fuglavernd leiða fuglaskoðun og jafnvel fuglahlustun við þessa vatnsmestu lindá Íslands. Ferðin hefst við Alviðrubæinn kl. 14. Mörg bílastæði eru við fjóshlöðuna. Gengið verður að Sogi, hlustað og skimað eftir fuglum. Takið gjarnan með ykkur sjónauka, og gleymið ekki börn […]

  • Lífið í og við Sogið 

    Alviðra

    Laugardaginn 14. júní 2025 kl. 14 - 16 munu náttúrufræðingarnir Einar Þorleifsson, Rannveig Thoroddsen og Skúli Skúlason, leiða létta fræðslugöngu um Þrastaskóg og Sogið. Litið verður eftir foldarskarti í skógarbotni og lagt við hlustir eftir fuglasöng á grein eða kvaki á Soginu, um leið og fræðst verður um lífríki Sogsins, tengslum þess við Þingvallavatn, með […]

  • Árleg lúpínuhringferð um Reykjanesfólkvang

    Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd (Sjá) eru deild í Landvernd með það helsta markmið að gefa fólki tækifæri til að vinna að náttúruvernd. Þetta er góður félagsskapur sem nýtir krafta sína í skemmtilegum verkefnum í þágu náttúruverndar. Í áratug höfum við vaktað nokkra staði í Reykjanesfólkvangi, takmarkað útbreiðslu lúpínu til svæða sem eru að mestu lúpínulaus. Það […]

  • Sköflungsganga Landverndar – Heiðar í háska – Mosfellsheiði

    Fimmtudaginn 19. júní klukkan 18:00 🥾    Leiðarlýsing á upphafsreit gönguleiðar:  Beygt er út af Suðurlandsvegi og Nesjavallavegur ekinn meðfram rörinu. Þrátt fyrir að við gerum ráð fyrir að flestir vilji fara á eigin bílum, væri gott að sameinast í bíla hjá Össuri á Grjóthálsi en þaðan verður farið í síðasta lagi kl.17:15.  Staðsetning: Mæting og upphaf göngu […]

  • Upp á Ingólfsfjall

    Alviðra

    Ganga upp á Ingólfsfjall og notalegheit með kakó og kleinum. Síðbúin Jónsmessuganga að Inghól og norður eftir fjallinu, niður að Torfastöðum og til suðurs meðfram fjallshlíðinni að Alviðrubænum. Ingólfsfjall er 551 m hátt virðulegt móbergsfjall í Ölfusi. Fjallið er bratt á þrjá vegu, í vestur, austur og suður en aflíðandi til norðurs að bænum Litla-Hálsi […]

  • Fuglafjör í Vatnsmýrinni

    Vatnsmyrin Sæmundargata, Reykjavík

    Landvernd ætlar að halda skemmtilegt fuglafjör í Vatnsmýrinni fyrir unga sem aldna þar sem við kynnumst náttúruperlunni í nálægð Miðvikudaginn 2. júlí ætlum við að halda stórskemmtilegan viðburð fyrir öll sem eru áhugasöm um Fugla. Þetta er einstaklega aðgengilegur viðburður fyrir unga sem aldna á höfuðborgarsvæðinu því við ætlum okkur að hittast í Vatsmýrinni.Þar má […]

  • Anda og þakka fyrir náttúru íslands

    Athugið þetta er ekki viðburður heldur ósk um sameiginlega samfélagshugsun.   í Dag skulum við anda og þakka fyrir fallegu náttúru okkar. Hvar sem við erum stödd á Íslandi. Finnum grasið undir tánum og vindinn í eyrunum. Ef við erum heppin þá finnum við kannski fyrir sólargeislunum leika við andlitið   Verndum náttúruna okkar

  • Veiðar hjá Alviðru

    Alviðra

    Veiðar hjá Alviðru. Hefur þú áhuga á veiðum? Hefur þú prófað það áður eða ert ennþá að dýfa tánum í þetta friðsæla en fjöruga sport? Nú gefst tækifæri til að veiða í Soginu fyrir landi Alviðru, sem er rómað fyrir náttúrufegurð og stórfiska. Alviðrunefnd og veiðifélagið Starir bjóða fólki með veiðiáhuga að fræðast og veiða […]

  • Loftlagsfestival 2025

    Hjartatorg Smiðjustígur 4, Reykjavík, Iceland

    Loftslagsfestival 2025 verður á menningarnótt 23. ágúst! Viðburðurinn verður haldinn á Hjartatorgi í miðbænum klukkan 16:00-18:00 Öll eru velkomin en það má búast við ræðum, leik, lifandi fjöri, lifandi tónlist og fleira! Climate Festival 2025 will be held on Culture Night on August 23rd! Everyone is welcome to attend and you can expect speeches, live […]

  • Jarðfræðiganga með Formanni Landverndar

    Alviðra

    Sunnudaginn 24. ágúst verður Jarðfræði- fræðslu ganga með Formanni Landverndar frá Alviðru um Ingólfsfjall og umhverfi. Fræðslugangan hefst kl. 14:00 og stendur yfir í einn og hálfan tíma. Gengið verður upp í hlíðar Ingólfsfjalls og leitað ummerkja jökla og brims. Fólki er frjálst að ganga á topp Ingólfsfjalls að fræðslugöngu lokinni eða fylgja leiðsögumanni til […]