Málþing – sjálfbærni, moldin og landið
Norræna husiðÁ málþinginu verður vikið að mikilvægi moldarinnar. Haldið í tilefni viðurkenningar Hagþenkis á bókinni “Mold ert þú.“
Á málþinginu verður vikið að mikilvægi moldarinnar. Haldið í tilefni viðurkenningar Hagþenkis á bókinni “Mold ert þú.“
Við í Landvernd höldum almennan félagsfund á zoom til að fara yfir og undirbúa gögn sem liggja fyrir aðalfundi.
Boðað er til aðalfundar Landverndar fimmtudaginn 23. maí. Húsið opnar 16:30 og hefst fundurinn á slaginu 17:00. Sjá allar upplýsingar um fundinn hér. Skráning á aðalfund Fundargestir eru beðnir […]
Laugardaginn 8. júní kl. 14:00 -16:00 munu náttúrufræðingarnir Rannveig Thoroddsen og Einar Þorleifsson leiða létta og skemmtilega fræðslugöngu um Þrastarskóg. Litið verður eftir foldarskarti í skógarbotni og lagt við hlustir eftir fuglasöng á grein eða kvaki á Soginu.
Laugardaginn 15. júní kl. 14:00 mun Gísli Már Gíslason skordýrafræðingur, fræða okkur um heim skordýranna.
Skordýr eru fjölbreyttasti flokkur dýra á jörðinni og á Íslandi hefur skordýrum fjölgað undanfarin ár af ýmsum ástæðum.
Jónsmessuganga frá bænum Alviðru eftir merktri gönguleið um gönguskarð ofan við bæinn og upp að Inghól. Öll velkomin!
Gönguleiðin er 15 km löng og laus við stíga og stikur í hæðóttu landi og er gangan ætluð vönu þúfnagöngufólki. Áætlað er að koma að Skarðshömrum síðdegis.
Veiðidagur í Soginu í samstarfi við Starir ehf.
Hefur þig dreymt um að kasta fyrir lax í einstakri náttúrufegurð?
Sunnudag 18. ágúst bjóða Alviðra og veiðifélagið Starir ehf gestum að kynna sér lax- og silungsveiði í Soginu og prófa hvernig það er að standa á árbakkanum og kast agni fyrir fisk.
Sunnudaginn 25. ágúst verður fræðsluganga um jarðfræði Ingólfsfjalls og umhverfis. Að göngu lokinni er boðið uppá kaffi og með því í Alviðru.
Hlaupið verður frá Alviðru, niður að Þrastarlundi, undir brúna og hringur tekinn um Öndverðarnes. Öll velkomin!
Fimmtudaginn 5. september er félögum Landverndar boðið á fjarfund, þar sem Þuríður Helga Kristjánsdóttir mun fjalla um tengslarof náttúru og manns.
Gengið verður á Brekkukamb í Hvalfirði, en þar eru fyrirhuguð áform um vindorkuver í eigu erlends fyrirtækis. Áætlað er að gangan muni taka um 4 klst.