Kjósum nægjusemi
Loft Bankastræti 7, Reykjavik, IcelandKjósum nægjusemi er fræðslustund á vegum Landverndar og Neytendasamtakanna. Komdu og lærðu um nægjusemi og neysluhyggju!
Kjósum nægjusemi er fræðslustund á vegum Landverndar og Neytendasamtakanna. Komdu og lærðu um nægjusemi og neysluhyggju!
Kynslóð eftir kynslóð er spjall um nægjusemi milli ólíkra kynslóða. Leggja kynslóðirnar ólíkan skilning í þetta hugtak? Hver er staða nægjusemi í dag? Komdu og kynntu þér málið!
Kynslóð eftir kynslóð er spjall um nægjusemi milli ólíkra kynslóða. Leggja kynslóðirnar ólíkan skilning í þetta hugtak? Hver er staða nægjusemi í dag? Komdu og kynntu þér málið!
Umhverfis- og loftslagsmál eru mikilvægustu málefni samtímans. Þrátt fyrir það virðist djúpt á þessum málum í stefnum flokkanna, fyrir komandi kosningar. Landvernd og fjölmörg náttúruverndarsamtök bjóða forystu flokkanna í pallborð til þess að ræða málin.
Landvernd og Ferðafélag Íslands bjóða í skammdegisgöngu í Elliðaárdal, sunnudaginn 24. nóvember næstkomandi. Mæting er við Toppstöðina, Rafstöðvarvegi 4, kl. 10:00.
Þuríður Helga Kristjánsdóttir, núvitundarkennari, fjallar um tengslin á milli nægjusemi og núvitundar. Auk þess kennir hún okkur æfingar sem styrkja gildi eins og t.d. þakklæti og samkennd. Viðburðurinn er á fjarfundarformi.
Byrjaðu aðventuna með Hringrásarjólum þar sem boðið verður upp á jólahringrásarmarkað og silkiprent. Viðburðurinn er hluti af Aðventudagskrá Norræna hússins og hvatningarátaki Landverndar og Grænfánans um Nægjusaman Nóvember.
Vertu umhverfisvæn/n á aðventunni. Á Hringrásarjólum Amtsbókasafnsins á Akureyri og Landverndar finnur þú umhverfisvæna innpökkunarstöð, skiptihillu, fataslá og kózýhorn með umhverfisvænu jólaskrauti! Verið velkomin 5. - 19. desember!
Við komum saman og fögnum aðventunni með aðventugöngu og leit að jólatrjám, í Alviðru laugardaginn 7. desember kl 13:00.
Þorgerður María, formaður Landverndar, en nýlent á Íslandi eftir að hafa sótt heim COP16 í Kólumbíu og COP29 í Azerbaijan. Hún ætlar að kynna fyrir okkur ráðstefnurnar tvær og samningaviðræðurnar sem þar fóru fram.