Ásýndarkort vindorkuvers við Lagarfoss á Fljótsdalshéraði.

Vindorkuver á viðkvæmu víðerni á Úthéraði

Landvernd leggst alfarið gegn viðamiklum áformum Orkusölunnar um vindorkuver við Lagarfoss á Fljótsdalshéraði.

Orkusalan hyggur á vindorkuver við Lagarfoss á Fljótsdalshéraði. Svæðið er á náttúruminjaskrá, á alþjóðlega mikilvægu fuglasvæði auk þess sem víðsýni og fjölbreytni gróðurs er mikil. 

Í matsáætlun Orkusölunnar kemur fram að verið sé að „öðlast reynslu og byggja upp þekkingu á rekstri vindmylla”.

Það getur engan veginn talist trúverðugt að hér sé nánast um tilraunaverkefni að ræða. Að reisa 160 m háar vindtúrbínur með þeim gífurlega kostnaði og umhverfisáhrifum sem munu fylgja þessari framkvæmd hlýtur að teljast til varanlegra virkjunarframkvæmda, með endurnýjun í huga að líftíma loknum.

Orkusalan segist hafa að leiðarljósi að koma í veg fyrir mengun – og að fyrirtækið muni „vernda umhverfi og lífríki”. Getur Orkusalan rökstutt hverskonar vernd er fólgin í að reisa 160 m vindorkuver sem gengur á viðkvæman gróður og ógnar fuglalífi inni á alþjóðlega mikilvægu fuglasvæði?

Landvernd bendir á grænþveginn texta í matsáætlunni sem smættar þessa fyrirhuguðu iðnaðaruppbyggingu: Iðnaðarvindorkuver við Lagarfoss getur engan  veginn borið nafnið „VINDLUNDUR” þar sem fátt er í raun  fjarstæðukenndara  en að reyna að skapa hugrenningatengsl þessara risamannvirkja við vinalega  skógarlundi. Að búa til samlíkingar iðnaðaráforma við það sem móðir jörð gefur af sér er grænþvottur af versta tagi. 

Landvernd leggst alfarið gegn þessum áformum og sendi Skipulagsstofnun umsögn um málið.  

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

3. áfangi rammaáætlunar

Rammaáætlun fjallar um orkunýtingu og verndun landsvæða. Hún skal byggja á vísindalegri þekkingu um hvert svæði og taka tillit til vistkerfa, lífríkis, landslagsheilda, jarðfræði, umhverfisáhrifa ...
Lesa meira

Reglugerð um fiskeldi – í ljósi reynslunnar þarf að stórherða kröfur

Landvernd styður hverja þá breytingu sem setur sjókvíaeldi stífari ramma og skorður sem minnka hættu á stórslysum fyrir íslenska náttúru og vistkerfi. Landvernd sendi Matvælaráðuneytinu ...
Lesa meira
Stakihnjúkur og Tungnaá sem rennur frá vesturhluta Vatnajökuls, Hálendi Íslands - Þjóðgarður landvernd.is

Óbyggðanefnd – breytingar á lögum

Mikilvægt er að traust ríki um leyfisveitingar og aðrar stjórnsýslulegar ákvarðanir á þjóðlendum. Almenningur verður að geta treyst því að þeir sem fara með slíkar ...
Lesa meira

Stuðningur við friðlýst svæði í Vatnsfirði

Mikill skaði myndi hljótast af virkjun á friðlýstu svæði í Vatnsfirði. Gott væri ef Orkubú Vestfjarða sem er að fullu í eigu ríkisins léti af ...
Lesa meira

Svona hefur Landvernd áhrif

Landvernd hefur áhrif á stefnumótun og ákvarðanatöku í umhverfismálum með því að skrifa umsagnir, álykta um málefni tengd umhverfisvernd og náttúruvernd. Landvernd krefst þess að farið sé að lögum og hefur látið reyna á nokkur mál fyrir dómi.

Náttúruvernd er loftslagsvernd

Félagar í Landvernd láta sig náttúruna varða. Vertu með í Landvernd og hafðu áhrif.