Við vitum að staðan er slæm og að loftslagsbreytingar af mannavöldum aukast á hverjum degi. Hvað er til bragðs að taka? Hér eru 10 hlutir sem þú getur gert strax í dag.
1. Endurhugsum framtíðina
Neysla okkar og lífstíll er mjög frekur á auðlindir jarðar. Losun gróðurhúsalofttegunda vegna fæðu, samgangna og orkunotkunar veldur hamfarahlýnun. Við þurfum að endurhugsa framtíðina.
2. Drögum úr flugi
Íslendingar ferðuðust að jafnaði 2,8 ferðir utanlands á ári árið 2018. Veltum fyrir okkur flugferðum og fækkum þeim.
3. Fjárfestum í loftslagsaðgerðum
Í sumum tilfellum eru peningarnir okkar, skattarnir og lífeyrir notaðir til fjárfestinga í fyrirtækum sem valda mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Sendum lífeyrissjóðum okkar, stjórnvöldum og bönkum skilaboð um að hætta slíkum fjárfestingum og fjárfesta frekar í loftslagsaðgerðum.
4. Höfnum stóriðju
6. Minnkum kjötneyslu
Nautakjöt og lambakjöt valda mestri losun gróðurhúsalofttegunda. Meðalársneysla þeirra sem neyta nautakjöts losar um 506 kg af gróðurhúsalofttegundum sem jafngildir því að aka 2,482 km eða fljúga fram og til baka frá London til Malaga. Samsvarandi tölur fyrir lambakjöt eru um 339 kg af gróðurhúsalofttegundum sem jafngildir því að aka hringinn í kringum Ísland (c.a. 1.392km).
7. Drögum úr matarsóun
Hættum að sóa mat. Þjóðir heims henda gríðarlegu magni af mat og eru Íslendingar þar engin undantekning. Árlega hendir hver fjölskylda mat sem samsvarar þriggja vikna launum. Margt má gera til að sporna við þessari óhugnanlegu þróun. Best er að skipuleggja innkaupin og fara með innkaupalista í búðina, notaðu nefið – ef varan er merkt „best fyrir“, skipuleggðu ísskápinn þannig að þú sjáir ferskvöruna þegar þú opnar skápinn o.fl. Fleiri ráð á matarsoun.is.
8. Spörum einkabílinn
Spörum einkabílinn. Göngum og hjólum ef við höfum tök á því. Notum almenningssamgöngur, sameinumst í bíla og deilum bíl með öðrum. Gætum þess að drepa á bílnum þegar hægt er og hafa hann ekki í lausagangi.
9. Gefum vistvænar gjafir
Gjafir. Gefum upplifun eða eitthvað sem eyðist. Einnig má gefa samverustund líkt og fjallgöngu, ferðalag, spilakvöld, notuð leikföng og bækur, áskrift að tímariti, gjafabréf eða námskeið.
10. Kjósum og höfum áhrif
Krefjum frambjóðendur um svör og stefnu í loftslagsmálum. Ef við erum flokksbundin þá eigum við að krefjast þess að flokkurinn taki loftslagsmál á dagskrá.
Höfum áhrif. Breytum okkur sjálfum og höfum áhrif á aðra. Breytum eigin neysluháttum og hættum að kaupa og nota óþarfa. Verum góðar fyrirmyndir. Höfum áhrif á aðra með því að ræða málin við fjölskyldu, vini o.fl. Ræðum við fólkið í hverfinu, þorpinu og skólanum. Kjósum þau sem verja náttúruna, og munum að við getum boðið okkur fram sjálf.