Leitarniðurstöður

Aðalfundur Landverndar 2012

Um 50 manns sóttu aðalfund Landverndar 2012 sem haldinn var í Nauthól í Reykjavík 12. maí síðastliðinn. Aðalfundurinn samþykkti breytingar á lögum samtakanna og fjórar ályktanir um hálendisþjóðgarð, rammaáætlun, sameiginlegt umhverfismat háspennulína og loftslagsmál.

Skoða nánar »

Salaskóli fagnar í fjórða sinn.

Í dag, 11. maí, fékk Salaskóli grænfánann afhentan í fjórða sinn. Það var gert við hátíðlega athöfn inni í skólanum en upphaflega átti hún að fara fram utandyra en rigningin setti strik í reikninginn. Ármann bæjarstjóri kom í heimsókn og ávarpaði krakkana, fulltrúi Landverndar tók síðan við og afhenti grænfánann sem grænfánanefnd skólans tók við en í þeirri nefnd eru 16 nemendur skólans. Við afhendinguna var útskýrt fyrir hvað myndirnar á fánanum stæðu. Lagið var tekið, Salaskólasöngurinn hljómaði vel og nokkur velvalin vorlög voru sungin. Vissulega góður endir á opna deginum í Salaskóla. Myndir.

Skoða nánar »