
Stjórn Landverndar 2023-2024
Stjórn Landverndar 2022-2023 var kjörin á aðalfundi samtakanna þann 20. maí 2022.
Stjórn Landverndar 2022-2023 var kjörin á aðalfundi samtakanna þann 20. maí 2022.
Aðalfundur Landverndar 2022 kallar eftir orkustefnu og orkuskiptum þar sem náttúruvernd og loftslagsvernd haldast í hendur. Grænni samgönguinnviði, orkunýtni og orkuskipti ber að setja í algjöran forgang þar sem þetta er grundvöllur þess að Íslendingar axli ábyrgð í loftslagsmálum.
Aðalfundur Landverndar 2022 skorar á ríkisstjórnina og á umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra og fjármálaráðherra sérstaklega, að beita sér fyrir fjárhagslegum hvötum og gjöldum til þess að atvinnulífið taki virkan og afgerandi þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Án raunhæfra aðgerða atvinnufyrirtækjanna er ljóst að losunarfyrirheit fyrir 2030 nást ekki.
Skrifstofa Landverndar
Guðrúnartúni 8,
105 Reykjavík, IS.
Opin á virkum dögum kl. 10:00-14:00
Kt. 6409710459