Aðalfundur Landverndar 2020 haldinn 6. júní

Karlmaður í forgrunni, heldur á grænum atkvæðaseðli upp í loftið. Aðalfundur Landverndar er haldinn ár hvert.
Aðalfundur Landverndar 2020 fer fram í Reykjavík laugardaginn 6. júní nk. Aðgengi er gott fyrir fólk með hreyfihömlun. Mikilvægt er að skrá sig á fundinn.

Aðalfundur Landverndar 2020

Stjórn Landverndar boðar til aðalfundar samtakanna laugardaginn 6. júní í Tunglinu, Iðusölum, Lækjargötu 2, Reykjavík. Innskráning og afhending atkvæðaseðla hefst kl. 10:30.

Aðgengi er gott fyrir fólk með hreyfihömlun.

Dagskrá fundarins má nálgast hér að neðan.

Mikilvægt er að skrá sig á fundinn fyrirfram.

Í stjórn Landverndar sitja tíu manns. Á aðalfundi 2020 verður kosið um sex stjórnarmenn til tveggja ára. Allir kjörgengir félagsmenn geta boðið sig fram á fundinum. Þeir sem vilja tilkynna um framboð fyrirfram eru beðnir um að senda tölvupóst thoggamaja (hjá) gmail.com. 

Við hvetjum ykkur til að mæta og hafa áhrif á stefnu og störf samtakanna. Við minnum á að þau sem enn skulda félagsgjöld verða að hafa greitt þau fyrir aðalfund til að tryggja sér atkvæðisrétt og kjörgengi á fundinum. Jafnframt hvetjum við ykkur til að taka nýja félaga með á fundinn. Hægt verður að greiða félagsgjöld á fundinum.

Dagskrá aðalfundar Landverndar

10:30 Húsið opnar
10:45 Horfið til fjalla með Tómasi fjallalækni
11:00 Setning aðalfundar og kjör fundarstjóra og fundarritara 
11:00 Aðalfundarstörf

  • Kosning í nefndir fundarins, kjörnefnd, allsherjarnefnd og laganefnd 
  • Skýrsla stjórnar
  • Kynning ársreiknings og hann lagður fram til samþykktar 
  • Kjör endurskoðanda og skoðunarmanna reikninga 
  • Kynning frambjóðenda til stjórnar og kosning 
  • Kosning endurskoðanda og skoðunarmanna reikninga

12:00 Tillaga stjórnar að lagabreytingu félagsins – kynning og umræða

12:30 Hádegisverður

13:15 Ályktanir aðalfundar – kynning og umræða
14:00 Hugvekja 
14:15 Landvernd þakkar gott framlag til umræðu um umhverfismál
14:20 Kynning á YRE – Ungt umhverfisfréttafólk
14:30 Niðurstaða stjórnarkjörs 

14:40 Kaffi 

15:00 Kosning um ný lög landverndar
15:10 Afgreiðsla ályktana 
15:40 Önnur mál
16:00 Aðalfundi slitið og boðið upp á léttar veitingar

Fundargögn

Sex ályktanir sem lagðar verða fram á fundinum
Tillaga að nýjum lögum Landverndar

Breytingartillaga við tillögu að nýjum lögum Landverndar

Helstu viðfangsefni Landverndar

No products were found matching your selection.

Þessi grein hefur verið uppfærð

Fréttin var uppfærð 27. maí 2020

Aðalfundur Landverndar verður haldinn 6. júní 2020 kl. 11.  Nánari dagskrá og útfærsla verður kynnt þegar nær dregur.  Verið getur að fundurinn verði fjarfundur og eingöngu brýnustu mál samtakanna verði afgreidd á fundinum.

Fréttin  var uppfærð þann 5. maí 2020

Fundarboð með fyrirvara vegna COVID-19: Aðalfundur Landverndar verður haldinn 6. júní kl. 11.00 að Alviðru í Ölfusi. 

Nánari dagskrá auglýst síðar. Kveðja, stjórn Landverndar

Fréttin var uppfærð 14. apríl 2020. 

Fundarboð með fyrirvara vegna COVID-19: Aðalfundur Landverndar verður haldinn 21. maí kl. 11.00 að Alviðru í Ölfusi. Nánari dagskrá auglýst síðar. Kveðja, stjórn

Fréttin var uppfærð 25. mars 2020.

Aðalfundur Landverndar verður haldinn 18. apríl kl. 11.00 að Alviðru í Ölfusi. Nánari dagskrá auglýst síðar.

Ert þú í Landvernd?

Taktu afstöðu með náttúrunni og gakktu í Landvernd